Samkeppnishæfni - 

18. júlí 2001

Opinber útboð auka hagvöxt

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Opinber útboð auka hagvöxt

Svenskt Näringsliv, samtök atvinnulífsins í Svíþjóð, hafa sent frá sér skýrslu um áhrif útboða á þjónustu sveitarfélaga. Fram kemur að hlutfall þjónustu sveitarfélaganna sem innt er af hendi af einkaaðilum jókst úr um 2,2% árið 1990 í um 6,4% árið 1999, að jafnaði. Verulegur munur er þó á milli sveitarfélaga, en hlutur einkaaðila er allt frá tveimur prósentum í tíu. Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar eru veruleg jákvæð tengsl á milli svæðisbundins hagvaxtar annars vegar og þess hlutfalls opinberrar þjónustu sem framkvæmd er af einkaaðilum hins vegar. Þó er tekið fram að tengslin sanni ekki orsakasamband, en auk meiri svæðisbundinnar framleiðslu virðast opinber útboð stuðla að fjölgun fyrirtækja og aukningu í samkeppni, nýsköpun og kostnaðarvitund.

Svenskt Näringsliv, samtök atvinnulífsins í Svíþjóð, hafa sent frá sér skýrslu um áhrif útboða á þjónustu sveitarfélaga. Fram kemur að hlutfall þjónustu sveitarfélaganna sem innt er af hendi af einkaaðilum jókst úr um 2,2% árið 1990 í um 6,4% árið 1999, að jafnaði. Verulegur munur er þó á milli sveitarfélaga, en hlutur einkaaðila er allt frá tveimur prósentum í tíu. Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar eru veruleg jákvæð tengsl á milli svæðisbundins hagvaxtar annars vegar og þess hlutfalls opinberrar þjónustu sem framkvæmd er af einkaaðilum hins vegar. Þó er tekið fram að tengslin sanni ekki orsakasamband, en auk meiri svæðisbundinnar framleiðslu virðast opinber útboð stuðla að fjölgun fyrirtækja og aukningu í samkeppni, nýsköpun og kostnaðarvitund.

Sveitarstjórnarmenn jákvæðir
Jafnframt eru í skýrslunni birtar niðurstöður skoðanakönnunar sem framkvæmd var meðal sænskra sveitarstjórnarmanna. Mikill meirihluti þeirra reyndist telja útboð opinberrar þjónustu til einkaaðila stuðla að auknum hagvexti, og athygli vekur að svo var um fulltrúa allra stjórnmálaflokka.

Sjá skýrsluna á heimasíðu sænsku samtakanna (pdf-snið).

Samtök atvinnulífsins