Fréttir - 

13. október 2020

Opið fyrir tilnefningar til Hvatningarverðlauna jafnréttismála

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Opið fyrir tilnefningar til Hvatningarverðlauna jafnréttismála

Opnað hefur verið fyrir tilnefningar til Hvatningarverðlauna jafnréttismála 2020. Frestur til að skila inn tilnefningu er fyrir 1. nóvember næstkomandi. Að verðlaununum standa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, landsnefnd UN Women á Íslandi, Samtök atvinnulífsins, Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð og Háskóli Íslands. Tilnefningum er skilað með rökstuðningi á meðfylgjandi formi:

Opnað hefur verið fyrir tilnefningar til Hvatningarverðlauna jafnréttismála 2020. Frestur til að skila inn tilnefningu er fyrir 1. nóvember næstkomandi. Að verðlaununum standa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, landsnefnd UN Women á Íslandi, Samtök atvinnulífsins, Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð og Háskóli Íslands.

Tilnefningum er skilað með rökstuðningi á meðfylgjandi formi:

Umsóknarferli er lokið.

Markmiðið með Hvatningarverðlaununum er að vekja athygli á fyrirtækjum sem sett hafa jafnrétti á oddinn og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til þess að gera slíkt hið sama. Aukið jafnrétti á atvinnumarkaði er ekki einungis lagalega og siðferðislega rétt, heldur er það fyrirtækjum til heilla bæði út frá samfélagsábyrgð og viðskiptalegum forsendum. 

Verðlaunin verða veitt á rafrænum viðburði þann 18. nóvember næstkomandi klukkan 09.00 í sjöunda sinn, en í fyrra var það Landsvirkjun sem hlaut verðlaunin. Í áliti dómnefndar kom m.a. fram:

„Landsvirkjun hefur lagt ríka áherslu á að skapa góða fyrirtækjamenningu þar sem jafnrétti og virðing fyrir fjölbreytileika samfélagsins liggja til grundvallar. Tekið er mið af jafnréttismálum í heildarstefnu fyrirtækisins og er ávinningurinn er áþreifanlegur."

Líkt og fram hefur komið er tekið við tilnefningum á forminu hér að ofan og hvetjum við öll til að tilnefna þau fyrirtæki eða aðrar rekstareiningar sem unnið hafa að því að skapa góða fyrirtækjamenningu þar sem jafnrétti og virðing fyrir fjölbreytileika samfélagsins liggja til grundvallar.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunaráðherra, mun afhenda verðlaunin þann 18. nóvember næstkomandi á rafrænum fundi.

Samtök atvinnulífsins