Efnahagsmál - 

06. Janúar 2005

Ónógt aðhald í ríkisfjármálum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ónógt aðhald í ríkisfjármálum

Á undanförnum árum hefur verið hamrað á mikilvægi aðhalds- semi í fjármálum ríkis og sveitarfélaga til þess að vega á móti miklum umsvifum í tengslum við fjárfestingar í orkumannvirkjum og stóriðju. Ef aðhaldið yrði ekki nægjanlegt myndi of mikill þungi efnahagsstjórnarinnar lenda á Seðlabankanum sem myndi hækka stýrivexti meira en ella sem leiddi til svo hás gengis krónunnar að fyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni hefðu almennt ekki eðlilegan rekstrargrundvöll. Síðasta vaxta- ákvörðun Seðlabankans frá 7. desember síðastliðnum, þegar bankinn hækkaði vexti sína um 1%, og hækkun gengis krónunnar í kjölfarið, hafa því miður staðfest að fullt tilefni var fyrir þessum áhyggjum. Það er mat Samtaka atvinnulífsins að aðhald ríkisfjármála sé og verði ekki nægjanlegt til að draga úr þenslu og verðbólguþrýstingi og það er einnig mat Seðla- bankans sem annars vegar telur aðhald fjárlaga ekki nægjanlegt og hins vegar hefur ekki trú á því að markmið fjárlaga nái fram að ganga. Það liggur ljóst fyrir að ef ekki tekst að hafa betra taumhald á langstærsta gjaldaliðnum, laununum, þá er engin von til þess að ríkisfjármálin veiti aðhald gegn þenslunni í atvinnulífinu. Þess vegna hafa Samtök atvinnulífsins hvatt stjórnvöld til þess að halda kjarasamningum sínum innan þess kostnaðarramma sem samningar á almennum vinnumarkaði hafa markað.

Á undanförnum árum hefur verið hamrað á mikilvægi aðhalds- semi í fjármálum ríkis og sveitarfélaga til þess að vega á móti miklum umsvifum í tengslum við fjárfestingar í orkumannvirkjum og stóriðju. Ef aðhaldið yrði ekki nægjanlegt myndi of mikill þungi efnahagsstjórnarinnar lenda á Seðlabankanum sem myndi hækka stýrivexti meira en ella sem leiddi til svo hás gengis krónunnar að fyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni hefðu almennt ekki eðlilegan rekstrargrundvöll. Síðasta vaxta- ákvörðun Seðlabankans frá 7. desember síðastliðnum, þegar bankinn hækkaði vexti sína um 1%, og hækkun gengis krónunnar í kjölfarið, hafa því miður staðfest að fullt tilefni var fyrir þessum áhyggjum. Það er mat Samtaka atvinnulífsins að aðhald ríkisfjármála sé og verði ekki nægjanlegt til að draga úr þenslu og verðbólguþrýstingi og það er einnig mat Seðla- bankans sem annars vegar telur aðhald fjárlaga ekki nægjanlegt og hins vegar hefur ekki trú á því að markmið fjárlaga nái fram að ganga. Það liggur ljóst fyrir að ef ekki tekst að hafa betra taumhald á langstærsta gjaldaliðnum, laununum, þá er engin von til þess að ríkisfjármálin veiti aðhald gegn þenslunni í atvinnulífinu. Þess vegna hafa Samtök atvinnulífsins hvatt stjórnvöld til þess að halda kjarasamningum sínum innan þess kostnaðarramma sem samningar á almennum vinnumarkaði hafa markað.

Fjárlög fyrir árið 2005 voru samþykkt með 10 milljarða afgangi sem nemur 1% af áætlaðri landsframleiðslu ársins 2005. Þetta er svipaður afgangur í hlutfalli við landsframleiðslu og í fjár- lögum ársins 2004 en mun minni afgangur en í fjárlögum áranna þar á undan, eins og sjá má á meðfylgjandi súluriti. Í súluritinu er jafnframt gerður samanburður á fjárlögum í ríkisreikningi áranna 2000-2003 og sýnir hann að endanleg rekstrarafkoma er öll árin verulega lakari en fjárlög gerðu ráð fyrir. 

Meiri launahækkanir hjá því opinbera
Skýringar þess að niðurstöður hafa verið svo fjarri fjárlögum er einkum að finna í gjöldum umfram það sem fjárlög hvers árs hafa kveðið á um. Rétt er að taka fram að ekki er um að ræða gjöld umfram heimildir, þar sem um er að ræða gjöld sem jafnan eru lögfest síðar í fjáraukalögum. Tekjuáætlanir fjárlaga hafa hins vegar verið nær lagi og sum árin nánast staðist með litlu fráviki. Á þessum fjórum árum, 2000-2003, hækkuðu laun opinberra starfsmanna um rúm 37% samanborið við rúm 27% á almennum markaði og hlýtur sá munur að teljast ein veigamesta skýringin á fráviki rekstrarafkomu ríkissjóðs frá fjárlögum undanfarin ár.

Rekstrarafkoma skv. fjárlögum og ríkisreikningi, milljarðar króna

Fjárlög

Reikningur

2000

16,7

-4,3

2001

33,8

 8,7

2002

18,5

-8,1

2003

 9,4

-6,1

Samtals ´00-´03

78,4

-9,8

Meðaltal ´00-´03

19,6

-2,5


Á þeim fjórum árum sem hér hafa verið tekin til skoðunar, á tímabilinu 2000-2003, voru fjárlög afgreidd með afgangi sem samtals nam 78,4 milljörðum króna eða að meðaltali tæpum 20 milljörðum króna hvert ár. Niðurstöður samkvæmt ríkisreikningi voru halli sem nam 10 milljörðum króna eða 2,5 milljörðum að meðaltali á ári. Þessi nýlega reynsla veldur því að ástæða er til að hafa áhyggjur af því að áform fjárlaga nái ekki fram að ganga nú fremur en áður, en fjárlögin eru almennt ekki talin nægilega aðhaldssöm eins og þau eru úr garði gerð til að sporna gegn of mikilli þenslu í efnahagslífinu.

Að lokum skal bent á að afgangur í rekstri ríkisins samkvæmt fjárlögum og ríkisreikningi er ekki nákvæmur mælikvarði á aðhaldsstig ríkisfjármálanna.  Afgangur án óreglulegra tekna og gjalda, einkum eignasölu og framlaga til lífeyrisskuldbindinga, er betri mælikvarði. Þá þarf að taka tillit til stöðu efnahagslífsins í hagsveiflunni því þegar mikil þensla er í efnahagslífinu nýtur ríkissjóður þess í formi aukningar tekna umfram gjöld sem ekki þarf að bera aðhaldi vitni. 


Samtök atvinnulífsins