Ólöf Skaftadóttir til SA

Ólöf Skaftadóttir hefur verið ráðin samskiptastjóri Samtaka atvinnulífsins, en hún var áður ritstjóri Fréttablaðsins. Ólöf tekur við starfinu af Herði Vilberg sem samhliða ráðningu hennar lætur af störfum. Hún hefur þegar hafið störf.

Ólöf er með BA-gráðu í bókmenntafræði og ritlist frá Háskóla Íslands. Hún starfaði líkt og áður segir hjá Fréttablaðinu um margra ára skeið, fyrst sem blaðamaður, aðstoðarritstjóri og síðast ritstjóri blaðsins.