Efnahagsmál - 

12. október 2005

Öll matvæli í sama skattþrep og vörugjöld felld niður

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Öll matvæli í sama skattþrep og vörugjöld felld niður

Stjórnvöld hafa það á stefnuskrá sinni að draga úr skattlagningu á matvæli. Samtök atvinnulífsins styðja þau áform og hafa ásamt aðildarfélögum samtakanna bent á skynsamlega leið í þeim efnum. Sú leið felst í því að setja öll matvæli í sama þrep virðisaukaskatts og fella af þeim vörugjöld, samtímis því sem ákvörðun yrði tekin um lækkun á lægra þrepi virðisaukaskatts í 12%. Þau matvæli sem bera vörugjöld og skattlögð eru í hærra þrepi virðisaukaskatts bera stjórnlyndri neyslustýringu vitni. Þessi neyslustýring verður til dæmis ekki réttlætt með skírskotun til manneldisstefnu, eins og stundum er haldið fram, þar sem til dæmis vörur með mikið sykurinnihald eru ýmist í lægra eða hærra skattþrepinu og ýmis matvæli sem flokkast sem hollustuvörur eru skattlögð í hærra þrepinu. Rökin fyrir tillögu atvinnuvegasamtakanna eru einkum þau að með slíkum breytingum yrðu alvarlegir agnúar sniðnir af skattkerfinu og það fært nær því sem tíðkast hjá þjóðum sem við berum okkur saman við. Sjá nánar um skattastefnu SA í Áherslum atvinnulífsins.

Stjórnvöld hafa það á stefnuskrá sinni að draga úr skattlagningu á matvæli. Samtök atvinnulífsins styðja þau áform og hafa ásamt aðildarfélögum samtakanna bent á skynsamlega leið í þeim efnum. Sú leið felst í því að setja öll matvæli í sama þrep virðisaukaskatts og fella af þeim vörugjöld, samtímis því sem ákvörðun yrði tekin um  lækkun á lægra þrepi virðisaukaskatts í 12%. Þau matvæli sem bera vörugjöld og skattlögð eru í hærra þrepi virðisaukaskatts bera stjórnlyndri neyslustýringu vitni. Þessi neyslustýring verður til dæmis ekki réttlætt með skírskotun til manneldisstefnu, eins og stundum er haldið fram, þar sem til dæmis vörur með mikið sykurinnihald eru ýmist í lægra eða hærra skattþrepinu og ýmis matvæli sem flokkast sem hollustuvörur eru skattlögð í hærra þrepinu. Rökin fyrir tillögu atvinnuvegasamtakanna eru einkum þau að með slíkum breytingum yrðu alvarlegir agnúar sniðnir af skattkerfinu og það fært nær því sem tíðkast hjá þjóðum sem við berum okkur saman við. Sjá nánar um skattastefnu SA í Áherslum atvinnulífsins.

Samtök atvinnulífsins