Vinnumarkaður - 

15. nóvember 2017

Öll fyrirtæki eiga að framkvæma áhættumat

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Öll fyrirtæki eiga að framkvæma áhættumat

Ein meginskylda vinnuveitanda er að tryggja starfsmönnum öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi. Vinnuslys geta verið afar kostnaðarsöm fyrir samfélagið og ekki síst þá starfsmenn sem verða fyrir heilsutjóni. Það ætti því að vera keppikefli fyrirtækja að vinna markvisst að því að draga úr vinnuslysum og skaða af völdum vinnuumhverfis.

Ein meginskylda vinnuveitanda er að tryggja starfsmönnum öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi. Vinnuslys geta verið afar kostnaðarsöm fyrir samfélagið og ekki síst þá starfsmenn sem verða fyrir heilsutjóni. Það ætti því að vera keppikefli fyrirtækja að vinna markvisst að því að draga úr vinnuslysum og skaða af völdum vinnuumhverfis.

Ein besta leiðin til að koma í veg fyrir vinnuslys er að framkvæma reglulega áhættumat á vinnustað en lagaskylda til þess hvílir á öllum fyrirtækjum. Með áhættumati er metin áhættan í viðkomandi starfi með tilliti til öryggis og heilsu starfsmanna og áhættuþátta í vinnuumhverfi. Fyrirtæki ráða sjálf hvaða leið þau fara við gerð áhættumats enda sé það til þess fallið að greina þá áhættu sem getur verið til staðar í fyrirtækinu.

Á grundvelli áhættumatsins þurfa fyrirtæki að gera áætlun um heilsuvernd og forvarnir. Þar skal tilgreina hvaða aðgerða fyrirtæki hyggst grípa til að koma í veg fyrir eða draga úr áhættu. Dæmi um aðgerðir gæti t.d. verið að auka fræðslu og leiðbeiningar til starfsmanna, skipuleggja framkvæmd vinnu með öðrum hætti og fylgjast fast eftir notkun öryggis- eða hlífðarbúnaðar. Í áætluninni skal jafnframt ávallt tilgreina hvaða aðgerða fyrirtæki hyggst grípa til komi fram kvörtun, ábending eða rökstuddur grunur um einelti, kynferðislega áreitni eða ofbeldi á vinnustað. Mikilvægt er að endurskoða áætlunina ef breytingar á vinnustaðnum kalla á slíkt.

Sjá nánar um áhættumat og áætlun um heilsuvernd og forvarnir á nýjum vinnumarkaðsvef Samtaka atvinnulífsins.

Smelltu til að skoða

Samtök atvinnulífsins