Efnahagsmál - 

20. Oktober 2009

Óljóst hvort kjarasamningar verði framlengdir

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Óljóst hvort kjarasamningar verði framlengdir

"Eins og þetta horfir við í dag er það algjörlega raunhæfur möguleiki að samningarnir detti í sundur og verði ekki framlengdir," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um líkurnar á því að stöðugleikasáttmáli ríkisins, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins falli úr gildi á þriðjudaginn í næstu viku. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, tekur undir að sáttmálinn sé í uppnámi. Röskun á fyrirhuguðum stórframkvæmdum í vetur vegi þar þungt.

"Eins og þetta horfir við í dag er það algjörlega raunhæfur möguleiki að samningarnir detti í sundur og verði ekki framlengdir," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um líkurnar á því að stöðugleikasáttmáli  ríkisins, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins falli úr gildi á þriðjudaginn í næstu viku. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, tekur undir að sáttmálinn sé í uppnámi. Röskun á fyrirhuguðum stórframkvæmdum í vetur vegi þar þungt.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag en Samtök atvinnulífsins efna til opins fundar um stöðugleikasáttmálann á morgun miðvikudaginn 21. október á Hótel Loftleiðum kl. 8:00-10:00. Félagsmenn SA eru eindregið hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum um sáttmálann og framgang hans.

Í Morgunblaðinu í dag segir Vilhjálmur að viðræður standi yfir um þau mál sem út af hafa staðið varðandi stöðugleikasáttmálann en ekki hafi miðað vel. Það komi mögulega í ljós í dag hvort einhverjar breytingar séu í spilunum varðandi málaflokka eins og ríkisfjármálin, gjaldeyrishöftin og vextina en framkvæmdamálin séu alveg stopp.

Til stóð að ræða á sérstökum fundi fyrirhugaðar framkvæmdir hins opinbera, sem ætlað er að vega á móti niðursveiflunni og slá á atvinnuleysi, en þeim fundi var frestað að sögn Vilhjálms, sem telur málin þokast alltof hægt hjá ríkinu.

Smellið hér til að taka þátt í fundi SA um stöðugleikasáttmálann

 Smelltu til að skrá þig

Samtök atvinnulífsins