Efnahagsmál - 

03. júní 2004

Olíureikningur hækkar um fimm milljarða

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Olíureikningur hækkar um fimm milljarða

Verð á hráolíu er hærra en nokkru sinni fyrr í bandaríkjadollurum reiknað. Undanfarnar vikur hefur olíutunnan selst á um eða yfir 40 dollara en viðlíka verð hefur ekki sést frá því á árinu 1977. Á níunda og fyrra hluta tíunda áratugarins var meðalverð á olíutunnunni rúmir 20 dollarar, en síðan hefur olíuverð farið hækkandi. Olíuverð í dollurum á föstu verði er nú tæpum fimmtungi hærra en í byrjun síðasta áratugar þegar olíuverðshækkanir steyptu heimsbúskapnum í alvarlega lægð og rúmum fjórðungi hærra en á árinu 2000 þegar OPEC, samtök olíuútflytjenda ákváðu að draga verulega úr olíuframboði. Í fyrra var meðalverð á olíutunnunni um 30 dollarar og spár standa nú til þess að verðið haldist yfir 40 dollurum út árið og fari jafnvel yfir 50 dollara. Ástæður þessara verðhækkana nú eru fyrst og fremst raktar til aukinnar eftirspurnar, ekki síst frá Kína og Indlandi ásamt ótryggu ástandi í Miðausturlöndum.

Verð á hráolíu er hærra en nokkru sinni fyrr í bandaríkjadollurum reiknað. Undanfarnar vikur hefur olíutunnan selst á um eða yfir 40 dollara en viðlíka verð hefur ekki sést frá því á árinu 1977. Á níunda og fyrra hluta tíunda áratugarins var meðalverð á olíutunnunni rúmir 20 dollarar, en síðan hefur olíuverð farið hækkandi. Olíuverð í dollurum á föstu verði er nú tæpum fimmtungi hærra en í byrjun síðasta áratugar þegar olíuverðshækkanir steyptu heimsbúskapnum í alvarlega lægð og rúmum fjórðungi hærra en á árinu 2000 þegar OPEC, samtök olíuútflytjenda ákváðu að draga verulega úr olíuframboði. Í fyrra var meðalverð á olíutunnunni um 30 dollarar og spár standa nú til þess að verðið haldist yfir 40 dollurum út árið og fari jafnvel yfir 50 dollara. Ástæður þessara verðhækkana nú eru fyrst og fremst raktar til aukinnar eftirspurnar, ekki síst frá Kína og Indlandi ásamt ótryggu ástandi í Miðausturlöndum.

Áhrif á verðlag og hagvöxt
Fyrr á árinu var útlit í alþjóðaefnahagsmálum bjartara en um árabil en nú hefur hækkun olíuverðs dregið úr henni aftur og magnað upp ótta við vaxandi verðbólgu. 

Hvað er olíureikningur Íslendinga hár"text-align: center">

Vægi olíu í landsframleiðslu
Hins vegar er vert að hafa það í huga að olíuverðshækkanir hafa ekki eins mikil áhrif og áður fyrr. Í olíukreppunum tveimur á áttunda áratugnum þrefaldaðist hráolíuverð á heimsmarkaði og hafði sú hækkun víðtæk áhrif á efnahagslíf landsins, enda var verðmæti innfluttra olíuafurða á bilinu 4-6% af landsframleiðslu þess tíma.

Undanfarin tíu ár hefur þetta hlutfall verið í kringum 2% og var í fyrra 1,9%. Samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun var hlutfall olíu í frumorkunotkun Íslendinga um 55% á árinu 1974 en í fyrra var það rúmlega 25%. Olíuverðshækkanir hafa því ekki eins neikvæð áhrif á efnahagslífið í dag og áður fyrr m.a. vegna betri orkunýtingar, tilfærslu yfir í aðra orkugjafa og aukins vægis þjónustu í þjóðarbúskapnum.

Samtök atvinnulífsins