Fréttir - 

19. Desember 2013

Ólafur Garðar Halldórsson og Sigríður Mogensen til SA

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ólafur Garðar Halldórsson og Sigríður Mogensen til SA

Ólafur Garðar Halldórsson og Sigríður Mogensen hafa verið ráðin til Samtaka atvinnulífsins sem hagfræðingar á nýju efnahagssviði samtakanna. Efnahagssvið SA hefur faglegt sjálfstæði innan samtakanna en meginverkefni þess er að annast rannsóknir og greiningar á íslensku efnahagslífi.

Ólafur Garðar Halldórsson og Sigríður Mogensen hafa verið ráðin til Samtaka atvinnulífsins sem hagfræðingar á nýju efnahagssviði samtakanna. Efnahagssvið SA hefur faglegt sjálfstæði innan samtakanna en meginverkefni þess er að annast rannsóknir og greiningar á íslensku efnahagslífi.

Ólafur GarðarÓlafur er með M.Sc. gráðu í hagfræði frá University of Essex og með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands. Ólafur hefur áður starfað á hagfræði- og peningastefnusviði Seðlabanka Íslands og sem sérfræðingur í greiningu hjá IFS ráðgjöf. Samhliða grunnnámi starfaði Ólafur hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, sem rannsóknaraðstoðarmaður bæði innlendra og erlendra hagfræðiprófessora auk þess sem hann hefur kennt dæmatíma og námskeið við hagfræðideild og viðskiptafræðideild HÍ.

SM

Sigríður er með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands. Sigríður hefur síðustu ár starfað sem hagfræðingur hjá Embætti sérstaks saksóknara og sem stundakennari í fjármálum og hagfræði við Háskóla Íslands. Þá hefur Sigríður starfað sem fréttamaður á Stöð 2 og var blaðamaður á Viðskiptablaðinu.  

"Ólafur og Sigríður eru öflugir liðsmenn og með ráðningu þeirra er efnahagsvið SA fullmannað" segir Ásdís Kristjánsdóttir forstöðumaður sviðsins. Ólafur hefur þegar hafið störf en Sigríður mun hefja störf í byrjun nýs árs.

Samtök atvinnulífsins