Efnahagsmál - 

02. Júní 2009

Öguð hagstjórn forsenda fastgengis

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Öguð hagstjórn forsenda fastgengis

"Að taka upp fastgengi er ekki eitthvað sem við getum ákveðið að gera á morgun," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í samtali við Fréttablaðið. Hann segir að í tengslum við gerð stöðugleikasáttmála hafi verið rætt um möguleikann á því að taka upp fastgengisstefnu, enda sé núverandi peningamálastefna komin í þrot.

"Að taka upp fastgengi er ekki eitthvað sem við getum ákveðið að gera á morgun," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í samtali við Fréttablaðið. Hann segir að í tengslum við gerð stöðugleikasáttmála hafi verið rætt um möguleikann á því að taka upp fastgengisstefnu, enda sé núverandi peningamálastefna komin í þrot.

"Það þarf að komast í þá stöðu að gengi krónunnar geti hækkað og orðið stöðugt. Það þarf að stilla af alla hagstjórnina þannig að fastgengi geti staðist," segir Vilhjálmur. Hann segir því rétt að setja slík markmið með því að ná árangri í hagstjórn með stöðugri, lítilli verðbólgu. Það eigi að vera útgangspunktur í allri hagstjórn. "Við þyrftum að ná þessu á næstu einu til tveimur árum," segir Vilhjálmur.

Sjá nánar:

Vefútgáfa Fréttablaðsins 2. júní 2009

Samtök atvinnulífsins