Efnahagsmál - 

11. maí 2001

Of háir skattar á Norðurlöndunum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Of háir skattar á Norðurlöndunum

Norðurlöndin verða að lækka skatta líkt og önnur Evrópuríki. Annars verða þau undir í samkeppninni um fjárfestingar, hagkerfi þeirra munu staðna, svarta hagkerfið blómstra og skattstofninn rýrna. Þetta kemur fram í riti Samtaka atvinnulífsins í Noregi um skattamál.

Norðurlöndin verða að lækka skatta líkt og önnur Evrópuríki. Annars verða þau undir í samkeppninni um fjárfestingar, hagkerfi þeirra munu staðna, svarta hagkerfið blómstra og skattstofninn rýrna. Þetta kemur fram í riti Samtaka atvinnulífsins í Noregi um skattamál.

Horisont heitir ritröð samtakanna en annað ritið í henni árið 2001 er nýkomið út. Ritið er tileinkað umfjöllun um skattamál og er þar að finna fjölda greina eftir m.a. hagfræðinga, lögfræðinga og stjórnmálamenn. Meðal annars er fjallað um skattlagningu á tímum hnattvæðingar, skattlagningu í þekkingarþjóðfélagi og nýja skattstofna.

Þá eru í ritinu birtar niðurstöður skoðanakönnunar sem sýnir að 44% Norðmanna telja sig fá lítið til baka fyrir skattpeninga sína, en 14% telja sig fá mikið. Loks er í ritinu að finna fyrrnefnda umfjöllun um samanburð á skattkerfum Norðurlandanna við þróunina í Evrópu. Sjá nánar á heimasíðu norsku samtakanna.

 


 

Samtök atvinnulífsins