Fréttir - 

05. September 2019

Óbreyttir stýrivextir í Svíþjóð

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Óbreyttir stýrivextir í Svíþjóð

Sænski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum, en þeir eru neikvæðir, þ.e. mínus 0,25%. Stýrivextir í Svíþjóð eru útlánsvextir sem bönkum býðst hjá Seðlabankanum.

Sænski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum, en þeir eru neikvæðir, þ.e. mínus 0,25%. Stýrivextir í Svíþjóð eru útlánsvextir sem bönkum býðst hjá Seðlabankanum.

Í greinargerð með ákvörðuninni segir bankinn að í kjölfar mikils hagvaxtar undanfarin ár hafi hægst á taktinum í sænsku efnahagslífi og heimsbúskapnum. Verðbólga hafi verið við markmið í tvö ár og útlit fyrir að svo verði áfram. Því hafi stjórn bankans ákveðið að halda vöxtum óbreyttum, en býst við að þeir hækki í lok ársins eða byrjun þess næsta. Lágir vextir í viðskiptalöndum og versnandi horfur í heimsbúskapnum valda þó seinkun þeirra áforma.

Álitsgjafar í Svíþjóð telja þvert á móti að vextir bankans gætu lækkað við næstu vaxtaákvarðanir vegna hægagangs í heimsbúskapnum. Áhrif þess á efnahagslífið að lækka neikvæða vexti séu óljós en lækkun þeirra sé engin takmörk sett.

Samtök atvinnulífsins