Efnahagsmál - 

16. Júní 2010

Nýtt rit SA: Tillögur um nauðsynlegar umbætur í fjármálum hins opinbera

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Nýtt rit SA: Tillögur um nauðsynlegar umbætur í fjármálum hins opinbera

Einn meginþátturinn í endurreisn íslensks efnahags er að snúa hallarekstri ríkissjóðs við þannig að afgangur verði á rekstrinum. Þetta sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, á morgunverðarfundi SA í morgun þar sem nýtt rit SA um nauðsynlegar umbætur í fjármálum hins opinbera var kynnt. Vilhjálmur sagði fjármál hins opinbera hafa margvísleg áhrif á atvinnulífið og móta starfsskilyrði og samkeppnisstöðu þess. Opinberu fjármálin hafi t.a.m. áhrif á verðbólgu og vexti og þar með á hagvöxt, sköpun starfa og kaupmátt launa. Traust opinber fjármál séu því ein grundvallarforsenda þess að unnt verði að sækja fram til bættra lífskjara.

Einn meginþátturinn í endurreisn íslensks efnahags er að snúa hallarekstri ríkissjóðs við þannig að afgangur verði á rekstrinum. Þetta sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, á morgunverðarfundi SA í morgun þar sem nýtt rit SA um nauðsynlegar umbætur í fjármálum hins opinbera var kynnt. Vilhjálmur sagði  fjármál hins opinbera hafa margvísleg áhrif á atvinnulífið og móta starfsskilyrði og samkeppnisstöðu þess. Opinberu fjármálin hafi t.a.m. áhrif á verðbólgu og vexti og þar með á hagvöxt, sköpun starfa og kaupmátt launa. Traust opinber fjármál séu því ein grundvallarforsenda þess að unnt verði að sækja fram til bættra lífskjara.

Rafrænt eintak rits SA má nálgast hér að neðan en í ritinu að finna beinar tillögur að því sem betur má fara í fjármálum hins opinbera. Fjallað er um fjárlög ríkisins og umgjörð þeirra og í einstökum köflum er m.a. fjallað um heilbrigðis- mennta- og velferðarmál auk þess sem fjallað er um málefni sveitarfélaga.

Í kynningu Vilhjálms undirstrikaði hann að svigrúm ríkisstjórnarinnar til skattahækkana á árunum 2009-2011 sé fullnýtt og markmiðum um bætta afkomu ríkissjóðs 2011 verði að ná með gjaldalækkunum. Vilhjálmur sagði jafnframt að hvergi mætti hvika frá markmiðum um jöfnuð í opinberum fjármálum árið 2013 en árlegur hagvöxtur  þurfi að vera um 5% eigi það markmið að nást.

Vilhjálmur sagði skort á samstöðu í ríkisstjórn seinka viðsnúningi í efnahagslífinu og hagvexti en stjórnvöld og atvinnulíf verði að sameinast um raunverulegar aðgerðir til að örva hagvöxt.

Húsfyllir var á morgunverðarfundi SA en yfir 200 manns mættu til fundarins sem fram fór á Grand Hótel Reykjavík.

Yfir 200 manns sóttu fund SA um fjármál hins opinbera

Nánar verður fjallað um fundinn og fjármál hins opinbera á vef SA á næstunni.

Auk Vilhjálms Egilssonar fluttu erindi Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og David Croughan frá samtökum atvinnulífsins á Írlandi.  Í umræðum tóku þátt Bjarni Benediktsson, alþingismaður,  Kirstín Flygenring hagfræðingur, Oddný G. Harðardóttir, alþingismaður, Steingrímur Ari Arason, forstjóri og Sigríður Guðjónsdóttir lögreglustjóri.

Fundarstjóri var Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu.

Smelltu til að sækja rit SA

Sjá nánar: 

Nauðsynlegar umbætur í fjármálum hins opinbera. Tillögur SA í júní 2010 (PDF)

Glærur Vilhjálms Egilssonar

Tengt efni:

Umfjöllun mbl.is

Hádegifréttir Bylgjunnar 16. júní

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hádegisfréttir RÚV 16. júní

Sjónvarpsfréttir RÚV 16. júní

Samtök atvinnulífsins