Vinnumarkaður - 

16. apríl 2009

Nýtt gjald til sjúkrasjóðs háskólamanna

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Nýtt gjald til sjúkrasjóðs háskólamanna

Samkvæmt kjarasamningi SA við fjórtán aðildarfélög BHM frá 19. ágúst 2008 skal frá 1. mars 2009 greiða 1% iðgjald af heildarlaunum til sjúkrasjóðs BHM. Greitt er af þeim háskólamenntuðu starfsmönnum sem aðild eiga að stéttarfélögunum.

Samkvæmt kjarasamningi SA við fjórtán aðildarfélög BHM frá 19. ágúst 2008 skal frá 1. mars 2009 greiða 1% iðgjald af heildarlaunum til sjúkrasjóðs BHM. Greitt er af þeim háskólamenntuðu starfsmönnum sem aðild eiga að stéttarfélögunum.

Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við aðildarfélög BHM tók gildi 1. október 2008 en ákvæði um greiðslu iðgjalds til sjúkrasjóðs tók gildi 1. mars 2009. Greitt er af félagsmönnum eftirtalinna stéttarfélaga innan BHM, enda gegni þeir störfum sem krefjast háskólamenntunar:

Félag íslenskra félagsvísindamanna,

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga,

Félag íslenskra náttúrufræðinga,

Félag lífeindafræðinga,

Fræðagarður,

Iðjuþjálfafélag Íslands,

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga,

Ljósmæðrafélag Íslands,

Sálfræðingafélag Íslands,

Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga,

Stéttarfélag háskólamenntaðra á matvæla- og næringarsviði,

Stéttarfélag lögfræðinga,

Stéttarfélag sjúkraþjálfara,

Þroskaþjálfafélag Íslands.

Auk sjúkrasjóðsgjalds er greitt 0,13% gjald til Starfsendurhæfingarsjóðs (sjá http://www.virk.is/).  Um önnur sjóðagjöld, s.s. í orlofssjóð, starfsmenntunarsjóð og viðbótarframlag í lífeyrissjóð, fer skv. samkomulagi milli vinnuveitanda og starfsmanns.

Sjá kjarasamninginn hér.

Samtök atvinnulífsins