Efnahagsmál - 

12. júní 2006

Nýta þarf tækifæri stækkunar ESB og berjast gegn verndarstefnu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Nýta þarf tækifæri stækkunar ESB og berjast gegn verndarstefnu

Leggja þarf áherslu á umbætur sem skila auknum hagvexti og fleiri störfum í Evrópu, á baráttu gegn tilhneigingu sumra ríkja til efnahagslegrar verndarstefnu, nýta tækifæri samfara stækkun ESB til austurs og halda áfram að koma á raunverulega sameiginlegum innri markaði, þar með talið fyrir þjónustugreinar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu forsetafundar UNICE, Evrópusamtaka atvinnulífsins, og beint er til leiðtogaráðs ESB. Fundurinn fagnar auknum hagvexti í Evrópu á fyrri hluta ársins 2006 og hvetur samningamenn Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar WTO til dáða, en klukkan tifar nú í tilraunum til að ná samkomulagi um aukna fríverslun í heiminum. Loks telur forsetafundur UNICE mikilvægt að Evrópuríkin gæti að sjálfbærni sinna velferðarkerfa og að umbætur verði gerðar þar sem svo er ekki, og hvetja til ríkisstjórnir aðildarríkja ESB til að hraða leit að lausn á þeim stjórnskipunarvanda sem uppi er innan ESB í kjölfar mikillar fjölgunar aðildarríkja, en sem kunnugt er voru drög að stjórnarskrársáttmála felld í atkvæðagreiðslum í Frakklandi og Hollandi um árið.

Leggja þarf áherslu á umbætur sem skila auknum hagvexti og fleiri störfum í Evrópu, á baráttu gegn tilhneigingu sumra ríkja til efnahagslegrar verndarstefnu, nýta tækifæri samfara stækkun ESB til austurs og halda áfram að koma á raunverulega sameiginlegum innri markaði, þar með talið fyrir þjónustugreinar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu forsetafundar UNICE, Evrópusamtaka atvinnulífsins, og beint er til leiðtogaráðs ESB. Fundurinn fagnar auknum hagvexti í Evrópu á fyrri hluta ársins 2006 og hvetur samningamenn Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar WTO til dáða, en klukkan tifar nú í tilraunum til að ná samkomulagi um aukna fríverslun í heiminum. Loks telur forsetafundur UNICE mikilvægt að Evrópuríkin gæti að sjálfbærni sinna velferðarkerfa og að umbætur verði gerðar þar sem svo er ekki, og hvetja til ríkisstjórnir aðildarríkja ESB til að hraða leit að lausn á þeim stjórnskipunarvanda sem uppi er innan ESB í kjölfar mikillar fjölgunar aðildarríkja, en sem kunnugt er voru drög að stjórnarskrársáttmála felld í atkvæðagreiðslum í Frakklandi og Hollandi um árið.

Samtök atvinnulífsins eru meðal aðildarsamtaka UNICE, líkt og Samtök iðnaðarins, og fundinn sat m.a. Ingimundur Sigurpálsson, formaður SA.

Samtök atvinnulífsins