Efnahagsmál - 

25. Apríl 2006

Nýsköpun, stöðugleiki, bjartsýni...

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Nýsköpun, stöðugleiki, bjartsýni...

Að loknum erindum í opinni dagskrá aðalfundar Samtaka atvinnulífsins tóku við umræður um framtíðarsýnina og efni fundarins. Þátt tóku þau Eggert B. Guðmundsson forstjóri HB Granda, Grímur Sæmundsen forstjóri Bláa lónsins, Guðbjörg Gissurardóttir framkvæmdastjóri Hönnunarvettvangs og Sigríður Olgeirsdóttir framkvæmdastjóri Ax hugbúnaðarhúss. Fundarstjóri og stjórnandi umræðna var Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans.

Að loknum erindum í opinni dagskrá aðalfundar Samtaka atvinnulífsins tóku við umræður um framtíðarsýnina og efni fundarins. Þátt tóku þau Eggert B. Guðmundsson forstjóri HB Granda, Grímur Sæmundsen forstjóri Bláa lónsins, Guðbjörg Gissurardóttir framkvæmdastjóri Hönnunarvettvangs og Sigríður Olgeirsdóttir framkvæmdastjóri Ax hugbúnaðarhúss. Fundarstjóri og stjórnandi umræðna var Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans.

Ánægja með bjartsýni unga fólksins

Spurð um hvað hefði helst vakið athygli af því sem fram kom á fundinum sagði Grímur það vera mikilvæg skilaboð að hnattvæðingin væri ekki valkvæð heldur veruleiki. Hann sagði mikilvægt að Íslendingar tækju forystu í að koma á framfæri réttum upplýsingum um stöðu efnahagsmála hérlendis. Eggert lýsti ánægju með bjartsýni unga fólksins og tók undir áherslu Ingimundar Sigurpálssonar á mikilvægi þess að lenda ekki aftur í víxlhækkunum verðlags og launa. Sigríður sagði frábært að heyra þessu miklu jákvæðni hjá unga fólkinu og tók undir áherslu Ingimundar á mikilvægi efnahagslegs stöðugleika. Þá sagði hún ánægjulegt að heyra áherslu forsætisráðherra á mikilvægi þess að búa fyrirtækjum hagstætt starfsumhverfi. Guðbjörg sagðist vona að sá ólgusjór sem verið hefði í efnahagsmálunum yrði bara til þess að efla okkur og styrkja í framhaldinu.

Áhersla á nýsköpun

Spurð um hvað við bærum helst að leggja áherslu á til að stuðla að áframhaldandi árangri lagði Guðbjörg áherslu á hugmyndir, hönnun og nýsköpun. Hún sagði alltof lítið um markvissa hugmyndavinnu og sköpun í fyrirtækjum og lagði áherslu á lykilhlutverk hönnunar í að umbreyta hugmyndum og tækni í markaðsvöru. Grímur sagði okkur hafa örlög okkar í eigin höndum og ítrekaði áherslu sína á efld almannatengsl um stöðu efnahagsmála hérlendis. Þá sagði brýnt að efla fjárframlög til nýsköpunar og rannsóknastarfa. Eggert sagði mikilvægt að töpuðum ekki okkar sérstöðu, svo sem sveigjanleikanum og þeim hæfileika að ganga í fjölbreytt störf og Sigríður lagði áherslu á við þyrftum að halda ró okkar þrátt fyrir neikvæða umfjöllun og tryggja hér stöðugleikann.

Samtök atvinnulífsins