Efnahagsmál - 

25. apríl 2006

Nýsköpun í öndvegi

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Nýsköpun í öndvegi

"Ég lít á það sem áskorun til okkar stjórnmálamanna að leita allra leiða til að búa til hagfellt umhverfi fyrir atvinnulífið til að þróast og þroskast í," sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra m.a. í ræðu sinni á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins. Hann sagði jafnframt og ekki síður mikilvægt að skapa fjölskylduvænt samfélag þar sem fólk vill búa og þar sem því líður vel. Halldór fjallaði í erindi sínu m.a. um einkavæðingu, aðhald í fjármálum hins opinbera, aukin útgjöld til menntamála o.fl.

"Ég lít á það sem áskorun til okkar stjórnmálamanna að leita allra leiða til að búa til hagfellt umhverfi fyrir atvinnulífið til að þróast og þroskast í," sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra m.a. í ræðu sinni á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins. Hann sagði jafnframt og ekki síður mikilvægt að skapa fjölskylduvænt samfélag þar sem fólk vill búa og þar sem því líður vel. Halldór fjallaði í erindi sínu m.a. um einkavæðingu, aðhald í fjármálum hins opinbera, aukin útgjöld til menntamála o.fl.

Nýsköpun í öndvegi

Halldór fjallaði um breytingu Vísinda- og tækniráðs í Vísinda- og nýsköpunarráð þar sem fulltrúum atvinnulífsins verður fjölgað um tvo. "Er það von mín að aðkoma atvinnulífsins að vísindastarfi, rannsóknum og nýsköpun eflist við þessar breytingar, enda nauðsynlegt að atvinnulífið taki höndum saman með háskólum og rannsóknastofnunum í samræmdri sókn ríkis og einkaaðila á þessum mikilvægu og ört vaxandi sviðum íslensks atvinnulífs," sagði Halldór.

Lægra matvælaverð

Þá fjallaði Halldór m.a. um hátt matvælaverð og sagði mikilvægt að "einfalda sem mest skattlagningu matvæla, fella niður þá skatta sem hafa óæskileg uppsöfnunaráhrif og útrýma gildandi undanþágukerfi." Jafnframt þyrfti að huga að álagningu tolla á innfluttar landbúnaðarvörur meðal annars vegna alþjóðasamninga sem væru í burðarliðnum.

Sjá ræðu Halldórs Ásgrímssonar á vef forsætisráðuneytisins.

Samtök atvinnulífsins