Vinnumarkaður - 

04. Janúar 2018

Nýr vinnumarkaðsvefur SA

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Nýr vinnumarkaðsvefur SA

Samtök atvinnulífsins hafa opnað nýjan og endurbættan vinnumarkaðsvef þar sem má nálgast fjölbreyttar upplýsingar um kjara- og starfsmannamál.

Samtök atvinnulífsins hafa opnað nýjan og endurbættan vinnumarkaðsvef þar sem má nálgast fjölbreyttar upplýsingar um kjara- og starfsmannamál.

Kjarasamningar SA eru á vefnum ásamt  hagnýtri umfjöllun um ýmis atriði. Þar er að finna upplýsingar um ráðningar og starfslok, laun og launakostnað, veikindarétt, orlof, vinnuvernd, jafnréttismál og margt fleira.

Þá er einnig á vefnum svokallaður A-Ö listi með yfir 200 spurningum og svörum við algengum hugtökum um starfsmannamál. Félagsmenn samtakanna hafa jafnframt aðgang að eyðublöðum sem þeir geta nýtt í sínum rekstri.  

Það er von SA að vefurinn reynist félagsmönnum verðmætur grunnur upplýsinga og verði til að efla þjónustu samtakanna.  Hægt er að senda ábendingar um það sem betur má fara eða ef óskað er eftir sérstakri umfjöllun um tiltekið efni.

Félagsmenn munu sem fyrr geta leitað ráða hjá lögfræðingum vinnumarkaðssviðs SA þurfi þeir á aðstoð að halda í tengslum við kjara- og starfsmannamál.

Sjá nánar:

Vinnumarkaðsvefur SA

Samtök atvinnulífsins