Nýr starfsmenntasjóður SA og VSSÍ

Í júlí 2008 sömdu SA og Verkstjórasamband Íslands (VSSÍ) um stofnun nýs starfsmenntasjóðs og greiða atvinnurekendur 0,3% af launum verkstjóra í sjóðinn. Í byrjun árs 2010 hófst móttaka umsókna um námskeiðsstyrki til verkstjóra (eða fyrirtækja fyrir þeirra hönd)  í samræmi við reglur  Starfsmenntasjóðs SA og VSSÍ.  Markmið sjóðsins er að stuðla að því að starfandi verkstjórum bjóðist heildstæð grunn- og endurmenntun sem uppfylli þekkingarkröfur sem verkstjórar þurfa að búa yfir á hverjum tíma.

Þessar kröfur eru skilgreindar í Reglum til að meta styrkhæfni námsframboðs  þar sem taldar eru upp þær hæfniskröfur sem lagðar verða til grundvallar þegar úrskurðað er hvort námskeið eru styrkhæf. Samkvæmt vinnureglum sem stjórn sjóðsins hefur samþykkt um veitingu námsstuðnings  skal umsækjandi kynna sér fyrirfram hvort námskeið sem hann hefur hug á að sækja sé styrkhæft. Í þessum reglum er einnig getið um hverjir eiga rétt á styrk, hámark kostnaðar sem sjóðurinn greiðir fyrir þátttöku á námskeiðum og fleiri atriði. 

Þeim sem hyggjast sækja um styrk úr sjóðnum er bent á að kynna sér reglugerð sjóðsins og sækja síðan um á eyðublaði sem er vistað á vef VSSÍ, sem annast  vörslu sjóðsins

Sjá nánar á vef VSSÍ