Vinnumarkaður - 

14. júlí 2008

Nýr starfsmenntasjóður SA og Verkstjórasambands Íslands

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Nýr starfsmenntasjóður SA og Verkstjórasambands Íslands

Þann 1. júlí 2008 var undirritaður viðauki við kjarasamning verkstjóra og SA og samþykktir fyrir nýjan starfsmenntasjóð Samtaka atvinnulífsins og Verkstjórasambands Íslands (VSSÍ). Markmið þessa nýja starfsmenntasjóðs er að starfandi verkstjórum bjóðist ávallt heildstæð grunn- og endurmenntun sem uppfylli þekkingarkröfur sem verkstjórar þurfa að búa yfir á hverjum tíma. Starfsmenntasjóður SA og VSSÍ er sjálfstæður sjóður en stofnaðilar skipa fulltrúa í sjóðsstjórnina. Frá 1. júlí 2008 verður greitt sérstakt starfsmenntagjald 0,3% af öllum launum starfandi verkstjóra til sjóðsins. Gert er ráð fyrir að VSSÍ annist reikningshald sjóðsins, sjóðsvörslu og innheimtu gjaldsins.

Þann 1. júlí 2008 var undirritaður viðauki við kjarasamning verkstjóra og SA og  samþykktir fyrir nýjan starfsmenntasjóð Samtaka atvinnulífsins og Verkstjórasambands Íslands (VSSÍ). Markmið þessa nýja starfsmenntasjóðs er að starfandi verkstjórum bjóðist ávallt heildstæð grunn- og endurmenntun sem uppfylli þekkingarkröfur sem verkstjórar þurfa að búa yfir á hverjum tíma. Starfsmenntasjóður SA og VSSÍ er sjálfstæður sjóður en stofnaðilar skipa fulltrúa í sjóðsstjórnina. Frá 1. júlí 2008 verður greitt sérstakt starfsmenntagjald 0,3% af öllum launum starfandi verkstjóra til sjóðsins. Gert er ráð fyrir að VSSÍ annist reikningshald sjóðsins, sjóðsvörslu  og innheimtu gjaldsins.   

Sjá nánar:                                                         

Viðauki við kjarasamning verkstjóra og SA

Samþykktir nýs starfsmenntasjóðs SA og VSSÍ

Samtök atvinnulífsins