Nýr kjarasamningur við leiðsögumenn

Með kjarasamningnum er tekið upp nýtt launakerfi. Í því felst m.a. að ferðir eru ekki lengur greiddar skv. skilgreindum ferðatíma í kjarasamningi heldur skv. rauntíma eða umsömdum ferðatíma sem leiðsögumaður og atvinnurekandi koma sér saman um fyrir upphaf ferðar. Þó er greiðsla vegna langferða fastákveðin í kjarasamningi. Ítarlegar starfslýsingar leiðsögumanna fylgja samningnum.