Efnahagsmál - 

19. febrúar 2008

Nýir kjarasamningar komnir á vef SA

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Nýir kjarasamningar komnir á vef SA

Samtök atvinnulífsins undirrituðu nýja kjarasamninga við landssambönd ASÍ hjá ríkissáttasemjara 17. febrúar. Samningarnir eru nú aðgengilegir hér á vef SA. Engar almennar prósentuhækkanir launa verða á þessu og næsta ári. Hækkun launagreiðslna vegna samninganna nær til þeirra sem eru greidd laun samkvæmt samningsbundnum lágmarkstöxtum og til þeirra sem lítt eða ekki hafa notið launaskriðs undanfarið ár.

Samtök atvinnulífsins undirrituðu nýja kjarasamninga við landssambönd ASÍ hjá ríkissáttasemjara 17. febrúar. Samningarnir eru nú aðgengilegir hér á vef SA. Engar almennar prósentuhækkanir launa verða á þessu og næsta ári. Hækkun launagreiðslna vegna samninganna nær til þeirra sem eru greidd laun samkvæmt samningsbundnum lágmarkstöxtum og til þeirra sem lítt eða ekki hafa notið launaskriðs undanfarið ár.

Hækkun lágmarkstaxta og launaþróunartrygging
Samningarnir kveða á um að samningsbundnir lágmarkstaxtar verka- og afgreiðslufólks hækki um 18 þúsund krónur á mánuði og lágmarkstaxtar iðnaðarmanna um 21 þúsund krónur á mánuði frá 1. febrúar 2008. Samningarnir gilda til 30. nóvember 2010.

Samningarnir  kveða einnig á um 5,5% launaþróunartryggingu. Hún virkar þannig að hafi laun starfsmanns ekki hækkað sem þessu hlutfalli nemur frá 2. janúar 2007 hækka þau nú um það sem á vantar hjá þeim sem hafa verið í starfi þennan tíma. Laun sem hafa hækkað um 5,5% eða meira hækka ekki.

Starfsmenn sem hófu störf á tímabilinu 2. janúar 2007 til 30. september 2007 eiga rétt á 4,5% launaþróunartryggingu. Hafi laun þeirra hækkað á þeim tíma dregst sú hækkun frá launaþróunartryggingunni.

Samkomulag um önnur mál
Samningarnir fela einnig í sér ákvæði um starfsmannaviðtöl, aukinn rétt starfsmanna til setu á fagtengdum námskeiðum, aukin orlofsréttindi, laun í erlendum gjaldmiðli, aukinn rétt vegna veikinda barna, bættar slysatryggingar, hækkun greiðslna í starfsmenntasjóði, jafnréttismál og uppsagnir ráðningarsamninga.

Einnig var gert samkomulag um nýtt fyrirkomulag endurhæfingarþjónustu og greiðslur í nýjan Endurhæfingarsjóð og bókun gerð um tilkynningu til trúnaðarlæknis/þjónustufyrirtækis á sviði vinnuverndar. Þá sömdu SA og ASÍ um að halda áfram vinnu við að innleiðingu og notkun vinnustaðaskilríkja þar sem það á við - einkum í byggingariðnaði.

Samningana má nálgast hér að neðan ásamt niðurstöðum viðræðunefnda SA og ASÍ um sameiginleg mál og einnig yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 17. febrúar sem gefin var út í tengslum við kjarasamningana.

Smellið hér til að fá yfirlit yfir samningana

Sjá niðurstöðu SA og ASÍ um sameiginleg mál

Sjá nánar yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar

Samtök atvinnulífsins