Vinnumarkaður - 

13. Desember 2011

Nýir kjarasamningar í Svíþjóð

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Nýir kjarasamningar í Svíþjóð

Fyrsti kjarasamningurinn í yfirstandandi samningalotu í Svíþjóð var undirritaður í gær, 12. desember. Samningurinn er á milli vinnuveitenda í tæknigeiranum (Teknikarbetsgivarna) og þriggja stéttarfélaga. Samningurinn tekur til 300 þúsund starfsmanna, sem svarar til 6,5% af þeim 4,5 milljónum sem starfa á sænska vinnumarkaðnum. Fyrirtækin í tæknigeiranum standa undir helmingi vöruútflutnings Svíþjóðar.

Fyrsti kjarasamningurinn í yfirstandandi samningalotu í Svíþjóð var undirritaður í gær, 12. desember. Samningurinn er á milli vinnuveitenda í tæknigeiranum (Teknikarbetsgivarna) og þriggja stéttarfélaga. Samningurinn tekur til 300 þúsund starfsmanna, sem svarar til 6,5% af þeim 4,5 milljónum sem starfa á sænska vinnumarkaðnum. Fyrirtækin í tæknigeiranum standa undir helmingi vöruútflutnings Svíþjóðar.

Litið er á samninginn sem vegvísi fyrir aðra samninga. Samningurinn felur í sér 3% launahækkun á 14 mánuðum sem samsvarar 2,6% á ársgrundvelli. Að mati forsvarsmanns samtaka tæknifyrirtækjanna er þetta mikil kostnaðarhækkun, einkum í ljósi þess samdráttar sem framundan er talin í efnahagslífinu, en jákvætt sé að samningurinn skapi betri grundvöll fyrir áætlanagerð til að mæta þeirri alþjóðlegu efnahagskreppu sem virðist blasa við.

OECD spáir 1,3% hagvexti í Svíþjóð á næsta ári eftir 4,1% hagvöxt á þessu ári. Að baki öflugum hagvexti síðustu tveggja ára standa einkum auknar fjárfestingar og útflutningur.

Tengt efni:

Kjarasamningar í Finnlandi til tveggja ára

Samtök atvinnulífsins