Samkeppnishæfni - 

15. nóvember 2021

Ný útgáfa - Heilbrigðisþjónusta á tímamótum

Smitvarnir á vinnustöðum

Efnahagsmál

Smitvarnir á vinnustöðum

Efnahagsmál

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ný útgáfa - Heilbrigðisþjónusta á tímamótum

Samtök atvinnulífsins hafa nú gefið út tillögur að nýrri nálgun og nýjum áherslum í þeim verkefnum sem framundan eru á sviði heilbrigðisþjónustu. Ber útgáfan yfirskriftina Heilbrigðisþjónusta á tímamótum. Ný nálgun - Nýjar áherslur.

Fátt skiptir þjóðina meira máli en góð og örugg heilbrigðisþjónusta þar sem allir hafa jafnan aðgang að sameiginlegu öryggisneti, óháð efnahag og þjóðfélagsstöðu. Íslensk heilbrigðisþjónusta stenst á margan hátt samanburð við það besta sem gerist þó margt megi færa til betri vegar. Í þeirri vinnu verður að horfa til annarra þátta sem munu hafa umtalsverð áhrif á heilbrigðisþjónustu komandi ára s.s. stafræna þróun og öldrun þjóðarinnar.

Áherslur SA miða að því að ná fram bættum gæðum og aukinni skilvirkni og að það fé sem veitt er til málaflokksins skili sér í bestri mögulegri þjónustu við notendur.

Útgangspunktur í tillögum SA er að greiðsluþátttaka ríkisins í heilbrigðisþjónustu taki mið af sjúklingnum og þörfum hans og tryggi með því jafnan rétt einstaklinga til þjónustunnar. Að gæði, afköst, öryggi, aðgengi, hagkvæmni og skilvirkni þjónustunnar séu sett í forgang og árangur metinn á grundvelli þessa. Því verða allir veitendur heilbrigðisþjónustu að standa jafnfætis þegar kemur að fjármögnun og viðmiðum um gæði þjónustu. Upplýsingar þurfa að vera gagnsæjar og samræmdar óháð því hver veitir hana.

- Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA

Grafík um leiðarljós SA í heilbrigðismálum

Samtök atvinnulífsins