Efnahagsmál - 

10. september 2012

Ný skýrsla um verðtryggingu á Íslandi

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ný skýrsla um verðtryggingu á Íslandi

Samtök fjármálafyrirtækja kynntu í dag nýja skýrslu um verðtryggingu sem unnin var að ósk samtakanna. Skýrslan ber nafnið Nauðsyn eða val - verðtrygging, vextir og verðbólga á Íslandi. Á fjölmennum kynningarfundi SFF sagði Höskuldur H. Ólafsson, formaður samtakanna það von stjórnar SFF að skýrslan geti reynst grundvöllur fyrir umræðu sem leiði til úrbóta á íslensku fjármálakerfi og gagnlegur leiðarvísir í átt að raunhæfum leiðum til þess að mæta vaxandi eftirspurn eftir fjölbreyttari lánaformum á fjármálamarkaðnum.

Samtök fjármálafyrirtækja kynntu í dag nýja skýrslu um verðtryggingu sem unnin var að ósk samtakanna. Skýrslan ber nafnið Nauðsyn eða val - verðtrygging, vextir og verðbólga á Íslandi. Á fjölmennum kynningarfundi SFF sagði Höskuldur H. Ólafsson, formaður samtakanna það von stjórnar SFF að skýrslan geti reynst grundvöllur fyrir umræðu sem leiði til úrbóta á íslensku fjármálakerfi og gagnlegur leiðarvísir í átt að raunhæfum leiðum til þess að mæta vaxandi eftirspurn eftir fjölbreyttari lánaformum á fjármálamarkaðnum.

Höfundar skýrslunnar eru Ásgeir Jónsson, Sigurður Jóhannesson, Valdimar Ármann, Brice Benaben og Stefania Perrucci. Skýrsluna má nálgast á vef SFF ásamt glærum Ásgeirs, Sigurðar og Valdimars sem kynntu helstu niðurstöður skýrslunnar í dag ásamt því að svara fyrirspurnum. Fundarstjóri var Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Miklar umræður voru á fundinum um tillögur skýrsluhöfunda og álitamál sem tengjast verðtryggingunni.

Sjá nánar:

Skýrsluna má nálgast á vef SFF

Samantekt skýrsluhöfunda

Glærur skýrsluhöfunda á vef SFF :

Erindi Ásgeirs Jónssonar

Erindi Valdimars Ármann

Erindi Sigurðar Jóhannessonar

Samtök atvinnulífsins