Ný kaupgjaldsskrá er komin á vef SA

Kaupgjaldskrá nr.14 er komin á vef SA og gildir hún frá 1. júní 2011. Launahækkanir eru samkvæmt kjarasamningum SA og aðildarsamtaka ASÍ , dags. 5. maí 2011.

Helstu launabreytingar sem koma til framkvæmda eru eftirfarandi:

1. Kjarasamningsbundnir kauptaxtar hækka um 12.000 kr.  á mánuði.        
      
2. Ráðningasamningsbundin laun og aðrir launatengdir liðir hækka almennt um 4,25%.    

Kaupgjaldskrána má nálgast hér að neðan:

Skrá nr. 14. gildir frá 1. júní 2011

Eldri kaupgjaldskrár má nálgast á kjaramálasíðu SA