Vinnumarkaður - 

01. Júlí 2009

Ný kaupgjaldskrá er komin á vef SA

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ný kaupgjaldskrá er komin á vef SA

Kaupgjaldskrá nr.11 er komin á vef SA og gildir hún frá 1. júlí 2009. Kauptaxtar kjarasamninga hækka 1. júlí um kr. 6.750 hjá verkafólki og afgreiðslufólki en kr. 8.750 hjá iðnaðarmönnum og skrifstofufólki. Laun sem eru hærri en nýju kauptaxtarnir hækka ekki. Taxtahækkun er háð því að samninganefnd ASÍ og SA samþykki samninginn en niðurstaða skal liggja fyrir 14. júlí nk.

Kaupgjaldskrá nr.11 er komin á vef SA og gildir hún frá 1. júlí 2009. Kauptaxtar kjarasamninga hækka 1. júlí um kr. 6.750 hjá verkafólki og afgreiðslufólki en kr. 8.750 hjá iðnaðarmönnum og skrifstofufólki. Laun sem eru hærri  en nýju kauptaxtarnir hækka ekki. Taxtahækkun er háð því að samninganefnd ASÍ og SA samþykki samninginn en niðurstaða skal liggja fyrir 14. júlí nk.

Helmingur hækkana á reiknitölu ákvæðisvinnu og kostnaðarliðum kemur nú til framkvæmda. Reiknitölur í fiskvinnslu og slátrun hækka ekki. Launaþróunartryggingu hefur verið frestað til 1. nóvember nk.

Sjá nánar:

Kaupgjaldskrá nr.11 (PDF)

Eldri kaupgjaldskrár má nálgast á kjaramálasíðu SA

Samtök atvinnulífsins