Menntamál - 

19. júní 2008

Ný hugsun í forystu og stjórnun

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ný hugsun í forystu og stjórnun

Áhugahópur um þjónandi forystu (e. servant leadership) í samvinnu við Skálholtsskóla og Samtök atvinnulífsins efnir til dagsráðstefnu um stjórnun föstudaginn 20. júní 2008 í Skálholti. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er James A. Autry sem á að baki farsælan feril sem ráðgjafi, höfundur metsölubóka og sem fyrirlesari. Á ráðstefnunni gefst einstakt tækifæri til að kynnast hugmyndum frumkvöðla og alþjóðlegra fyrirlesara á sviði stjórnunar. Meðal fyrirtækja sem grundvalla starf sitt og árangur á þjónandi stjórnun má m.a. nefna Southwest Airlines, TDIndustries og Starbucks.

Áhugahópur um þjónandi forystu (e. servant leadership) í samvinnu við Skálholtsskóla og Samtök atvinnulífsins efnir til dagsráðstefnu um stjórnun föstudaginn 20. júní 2008 í Skálholti. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er James A. Autry sem á að baki farsælan feril sem ráðgjafi, höfundur metsölubóka og sem fyrirlesari. Á ráðstefnunni gefst einstakt tækifæri til að kynnast hugmyndum frumkvöðla og alþjóðlegra fyrirlesara á sviði stjórnunar. Meðal fyrirtækja sem grundvalla starf sitt og árangur á þjónandi stjórnun má m.a. nefna Southwest Airlines, TDIndustries og Starbucks.

Dagskráin í Skálholti hefst kl. 12 föstudaginn 20. júní með léttum hádegisverði og lýkur með sameiginlegum kvöldverði. Stjórnendum úr atvinnulífinu, m.a. í fjármálastarfsemi, sveitarfélögum, heilbrigðisgeiranum og kirkjunni, hefur verið boðið að taka þátt. Búast má við fjölmenni. Örfá sæti eru laus en áhugasömum er bent á að hafa samband við skrifstofu Skálholtsskóla sem annast skráningu á ráðstefnuna í síma 486 8870 eða með netfanginu rektor@skalholt.is. Þátttökugjald er kr.15.000.

Ráðstefnustjóri er Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Undirbúningsnefnd skipuðu: Auður Eir Vilhjálmsdóttir,

Árni Sigfússon, Kristinn Ólason, Sigrún Gunnarsdóttir og Vilhjálmur Egilsson.

Sjá nánari dagskrá og upplýsingar á vef Skálholts

Samtök atvinnulífsins