Efnahagsmál - 

19. Oktober 2011

Núverandi vinnumiðlun er ábótavant

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Núverandi vinnumiðlun er ábótavant

Fimmta hvert (18%) aðildarfyrirtækja SA telja skort á ófaglærðu starfsfólki vera eitt af helstu vandamálum fyrirtækisins við núverandi aðstæður. Skortur á starfsfólki með starfs- og framhaldsmennun er eitt af helstu vandamálum 13% fyrirtækja og eitt af hverjum tíu fyrirtækjum nefna skort á háskólamenntuðu fólki. Þetta kemur fram í nýrri könnun SA um vinnumarkaðinn og efnahagshorfur.

Fimmta hvert (18%) aðildarfyrirtækja SA telja skort á ófaglærðu starfsfólki vera eitt af helstu vandamálum fyrirtækisins við núverandi aðstæður. Skortur á starfsfólki með starfs- og framhaldsmennun er eitt af helstu vandamálum 13% fyrirtækja og eitt af hverjum tíu fyrirtækjum nefna skort á háskólamenntuðu fólki. Þetta kemur fram í nýrri könnun SA um vinnumarkaðinn og efnahagshorfur.

Þetta vekur athygli í ljósi þess að 11.900 voru skráðir atvinnulausir í ágústlok. Sérstaklega er athyglisvert að mestur skortur er á ófaglærðu starfsfólki en helmingur atvinnulausra telst til þess hóps, 6.000 manns.

Samkvæmt könnuninni telja 7% fyrirtækjanna skort á starfsfólki vera helsta vandamál fyrirtækisins. Skortur á ófaglærðu starfsfólki háir þessum fyrirtækjum mest, þar á eftir kemur skortur á starfsfólki með starfs- og framhaldsmenntun og loks skortur á háskólamenntuðu fólki.

Stjórnvöld hafa lýst yfir vilja sínum til að vinna með aðilum vinnumarkaðarins að tilraunaverkefni um þjónustu við atvinnulausa í því skyni að stuðla m.a. að virkari vinnumarkaðsaðgerðum og vinnumiðlun.

Taki aðilar vinnumarkaðarins að sér faglega stýringu verkefnisins verður nálægð við þá sem eru atvinnulausir og við vinnumarkaðinn meiri en nú er. Markmiðið er að bæta þjónustu við atvinnulausa, nýta öflugri úrræði og virkari vinnumiðlun.

Þessi niðurstaða könnunar SA staðfestir að leita þarf nýrra leiða til að auka virkni vinnumiðlunar.

Um könnunina

Könnunin var rafræn og gerð meðal aðildarfyrirtækja SA dagana 6. til 11. október 2011 en framkvæmd hennar var í höndum Outcome hugbúnaðar ehf. Markmiðið með könnuninni var að fá skýrari mynd af stöðu og horfum framundan í íslensku atvinnulífi.

Könnunin var send til 1.684 fyrirtækja. Fjöldi svarenda var 482 og  svarhlutfall því 29%. 30.000 starfsmenn starfa hjá þeim fyrirtækjum sem þátt tóku í könnuninni og er áætlað að 83.000 manns starfi um þessar mundir í þeim atvinnugreinum sem könnunin nær yfir.

Samtök atvinnulífsins