Fréttir - 

29. mars 2001

Norðmenn efla samstarf við væntanleg aðildarríki ESB

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Norðmenn efla samstarf við væntanleg aðildarríki ESB

Norska utanríkisráðuneytið hefur kynnt aðgerðaáætlun um aukna samvinnu við tilvonandi aðildarríki ESB í Mið- og Austur-Evrópu. Alls verður 169 milljónum norskra króna varið til áætlunarinnar í ár.

Norska utanríkisráðuneytið hefur kynnt aðgerðaáætlun um aukna samvinnu við tilvonandi aðildarríki ESB í Mið- og Austur-Evrópu. Alls verður 169 milljónum norskra króna varið til áætlunarinnar í ár.

Í aðgerðaáætluninni kemur fram að þau tólf ríki sem sótt hafi um aðild að ESB séu mjög mikilvæg í norskri utanríkisstefnu. Tilgangur áætlunarinnar er að efla samskipti Noregs við þessi væntanlegu aðildarríki ESB og þar með EES. Áætlunin er til ársins 2006 og er henni ætlað að efla samskipti norskra stjórnvalda, atvinnulífs, háskóla, frjálsra félagasamtaka o.fl. við sambærilega aðila í þessum væntanlegu aðildarríkjum ESB.  Mest áhersla er lögð á nánari samskipti við ríkin sem liggja að Eystrasalti.

Almennt segir að stækkun ESB sé jákvæð fyrir Noreg. Hún muni stækka innri markaðinn og þannig hafa tækifæri jafnt sem aukna samkeppni í för með sér fyrir norsk fyrirtæki. Hins vegar segir að stækkun ESB muni enn minnka vægi EFTA-hlutans í EES og að við inngöngu þessara ríkja í ESB falli úr gildi fríverslunarsamningar þeirra við EFTA-ríkin sem geti þýtt skertan aðgang að þessum mörkuðum fyrir norskrar sjávarafurðir.

Sjá nánar á heimasíðu norska utanríkisráðuneytisins.


 

Samtök atvinnulífsins