Neyslan vex mun meira hérlendis en í ESB

Átta sinnum meiri vöxtur varð í veltu dagvöruverslunar á Íslandi en að meðaltali í ESB löndunum frá maí 2004 til maí 2005. Vöxturinn hér var 13% á föstu verðlagi en 1,6% í ESB löndunum. Þannig hafa Íslendingar aukið neyslu í mat og drykk margfalt meira en íbúar ESB landanna á síðustu mánuðum. Þessar upplýsingar koma fram þegar bornar eru saman upplýsingar Rannsóknaseturs verslunarinnar og Eurostat sem birtir sambærilegar tölur fyrir aðildarlönd ESB. Sjá nánar á vef SVÞ.