Efnahagsmál - 

18. október 2002

Net fríverslunarsamninga (1)

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Net fríverslunarsamninga (1)

Á vegum EFTA hefur á rúmum áratug verið gerður fjöldi fríverslunarsamninga, m.a. við flest þau ríki sem nú sækjast eftir aðild að Evrópusambandinu. Samningarnir ná m.a. til sjávarafurða, iðnaðarvara og unninna landbúnaðarvara, auk samkeppnisreglna, hugverkaréttar, ríkisstyrkja o.fl. Í tengslum við þessa samninga eru sérstakir tvíhliða samningar á milli einstakra EFTA-ríkja og hvers samstarfslands fyrir sig um verslun með óunnar landbúnaðarvörur. Samningarnir eru hins vegar dálítið mismunandi að innihaldi. Fyrirtækjum sem eiga í eða hyggja á viðskipti við aðila í umræddum ríkjum er því bent á að kynna sér efni viðkomandi fríverslunarsamninga.

Á vegum EFTA hefur á rúmum áratug verið gerður fjöldi fríverslunarsamninga, m.a. við flest þau ríki sem nú sækjast eftir aðild að Evrópusambandinu. Samningarnir ná m.a. til sjávarafurða, iðnaðarvara og unninna landbúnaðarvara, auk samkeppnisreglna, hugverkaréttar, ríkisstyrkja o.fl. Í tengslum við þessa samninga eru sérstakir tvíhliða samningar á milli einstakra EFTA-ríkja og hvers samstarfslands fyrir sig um verslun með óunnar landbúnaðarvörur. Samningarnir eru hins vegar dálítið mismunandi að innihaldi. Fyrirtækjum sem eiga í eða hyggja á viðskipti við aðila í umræddum ríkjum er því bent á að kynna sér efni viðkomandi fríverslunarsamninga.

Umfjöllun um samningana er að finna á heimasíðu utanríkisráðuneytisins (samningana í heild er að finna undir tilvísun í EFTA Free Trade Agreements).

Samtök atvinnulífsins