Vinnumarkaður - 

16. apríl 2012

Nemendur útskrifist úr framhaldsskóla tveimur árum fyrr

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Nemendur útskrifist úr framhaldsskóla tveimur árum fyrr

Samtök atvinnulífsins leggja til að nemendur útskrifist úr framhaldsskóla tveimur árum fyrr en nú með því að stytta grunn- og framhaldsskólann. Það verði þó gert án þess draga úr þeim kröfum sem liggja til grundvallar náminu. Tækifæri til þessara breytinga eru fyrir hendi í nýlegum framhaldsskólalögum en tengja verður nám í grunn- og framhaldsskólum þannig að námslok gætu orðið við 18 ára aldur. Jafnframt verður að breyta menntakerfinu þannig að það svari betur eftirspurn atvinnulífsins eftir starfsfólki. Börn og unglingar þurfa að fá innsýn í miklu fjölbreyttari störf en nú er.

Samtök atvinnulífsins leggja til að nemendur útskrifist úr framhaldsskóla tveimur árum fyrr en nú með því að stytta grunn- og framhaldsskólann. Það verði þó gert án þess draga úr þeim kröfum sem liggja til grundvallar náminu. Tækifæri til þessara breytinga eru fyrir hendi í nýlegum framhaldsskólalögum en tengja verður nám í grunn- og framhaldsskólum þannig að námslok gætu orðið við 18 ára aldur. Jafnframt verður að breyta menntakerfinu þannig að það svari betur eftirspurn atvinnulífsins eftir starfsfólki. Börn og unglingar þurfa að fá innsýn í miklu fjölbreyttari störf en nú er.

Þetta er meðal fjölmargra tillagna SA í nýju riti samtakanna, Uppfærum Ísland, sem kemur út á aðalfundi SA nk. miðvikudag. Markmiðið er að benda á leiðir til að styrkja menntakerfið og efla atvinnulífið en staða Íslands í alþjóðlegum samanburði er ekki nægjanlega sterk.

Ritið byggir á umræðu um 100 stjórnenda úr íslensku atvinnulífi en fyrirtækin og samtök í atvinnulífinu kalla eftir sameiginlegri stefnumótun með stjórnvöldum um framtíð og þróun menntakerfisins. Samstarf og samvinna atvinnulífs, skóla og yfirvalda menntamála er forsenda nauðsynlegra breytinga.

Á meðfylgjandi grafi sést að Íslendingar eru aftarlega í alþjóðlegum samanburði þegar kemur að hlutfalli íbúa á aldrinum 25-34 ára með háskólamenntun. 

Við erum aftarlega í alþjóðlegum samanburðiSmelltu til að stækka!

Við byrjum háskólanámið seint ...

Smelltu til að stækka!  

Og erum lengi að læra ...

 Smelltu til að stækka!

Uppfærum Ísland kemur út miðvikudaginn 18. apríl á aðalfundi SA. Smelltu hér til að skrá þig á fundinn.

Samtök atvinnulífsins