Efnahagsmál - 

10. Oktober 2009

Nauðvörn að segja upp kjarasamningum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Nauðvörn að segja upp kjarasamningum

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, segir það nauðvörn að segja upp kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Það sé það síðasta sem samtökin vilji gera. Hins vegar geti vel verið að verið sé koma samtökunum í þá stöðu að segja upp samningum.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, segir það nauðvörn að segja upp kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Það sé það síðasta sem samtökin vilji gera. Hins vegar geti vel verið að verið sé koma samtökunum í þá stöðu að segja upp samningum.

Rætt var við Vilhjálm í hádegisfréttum RÚV 9. október. Þar sagðist Vilhjálmur ekki vilja hugsa til þess að segja þurfi upp samningunum.  "Við höfum verið að reyna að vinna á grundvelli stöðugleikasáttmálans að koma því öllu í verk sem þar stendur. En framgangur mála á næsta ári byggir á því að við náum fjárfestingum í atvinnulífinu aftur af stað."

Vilhjálmur nefnir álver í Helguvík, tengdar virkjanir, gagnaver og aðrar stórar framkvæmdir. Svo þurfi að koma af stað þeim verkum sem lífeyrissjóðirnir hafa lýst vilja að koma að í samvinnu við stjórnvöld en síðast en ekki síst þurfi að lækka vexti. Enn er ekkert fast í hendi með neinar stórframkvæmdir og ekki útlit fyrir að þær hefjist á næstunni.

Aðilar vinnumarkaðarins áttu í gær fund með forsætis- og fjármálaráðherra um stöðugleikasáttmálann og framvindu þeirra verkefna sem þar er kveðið á um. Í hádegisfréttum RÚV í dag (10. október) sagði Vilhjálmur viðræður standa yfir um hvort kjarasamningar verði framlengdir um mánaðamótin. Aðspurður um Icesave-málið sagði Vilhjálmur mikilvægt að klára málið með ásættanlegri niðurstöðu þannig að hér komist í gang eðlileg fjármálastarfsemi og lánshæfismat Íslands hrynji ekki.

Sjá nánar:

Smellið til að hlusta á frétt RÚV 9. október

Smellið til að hlusta á frétt RÚV 10. október

Samtök atvinnulífsins