Vinnumarkaður - 

24. Ágúst 2012

Nauðsynlegt efla skólakerfið með því að nýta fjármagn betur

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Nauðsynlegt efla skólakerfið með því að nýta fjármagn betur

Árangur grunnskóla á Íslandi er ekki í samræmi við það mikla fé sem í þá er lagt, að mati Samtaka atvinnulífsins. Þetta kemur fram í umfjöllun fréttastofu RÚV. Mestum kostnaði er varið í fyrstu til sjöundu bekki grunnskóla. Halldór Árnason, hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins, segir að skv. OECD sé framlag til skólanna eitt það hæsta í Evrópu miðað við landsframleiðslu en árangurinn sé ekki nægilega góður. Aðeins 45% þeirra sem hefja nám í framhaldsskóla ljúka náminu á fjórum árum og brottfall úr framhaldsskólunum er allt of hátt. Um þriðjungur fólks á vinnumarkaði er einungis með grunnskólapróf.

Árangur grunnskóla á Íslandi er ekki í samræmi við það mikla fé sem í þá er lagt, að mati Samtaka atvinnulífsins. Þetta kemur fram í umfjöllun fréttastofu RÚV. Mestum kostnaði er varið í fyrstu til sjöundu bekki grunnskóla. Halldór Árnason, hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins, segir að skv. OECD sé framlag til skólanna eitt það hæsta í Evrópu miðað við landsframleiðslu en árangurinn sé ekki nægilega góður. Aðeins 45% þeirra sem hefja nám í framhaldsskóla ljúka náminu á fjórum árum og brottfall úr framhaldsskólunum er allt of hátt. Um þriðjungur fólks á vinnumarkaði er einungis með grunnskólapróf.

SA hafa lagt til að grunn og framhaldsskólinn verði styttur um tvö ár og byrjað verði strax í grunnskóla að bjóða upp á starfsnám í iðngreinum. Þá þurfi að efla vísinda- og tæknimenntun og bæta starfsumhverfi kennara þannig að sveigjanleiki þeirra í starfi verði meiri.

Samtök atvinnulífsins kynntu í vor tillögur að því hvernig hægt er að efla Ísland og bæta lífskjör með því að tengja betur saman menntakerfið og atvinnulífið. Tillögurnar má nálgast hér að neðan en yfirskrift þeirra er Uppfærum Ísland. Þar er kallað eftir sameiginlegri stefnumótun fyrirtækja, samtaka þeirra og stjórnvalda, um framtíð og þróun menntakerfisins. Samstarf og samvinna atvinnulífsins og yfirvalda menntamála sé forsenda nauðsynlegra breytinga.

Þá fjölluðu SA einnig um menntamál og framlög hins opinbera til skólakerfisins í ritinu, Nauðsynlegar umbætur í fjármálum hins opinbera, sem kom út sumarið  2010 (bls. 24-31).

Sjá nánar:

Umfjöllun RÚV

Uppfærum Ísland - tillögur SA (PDF)

Nauðsynlegar umbætur í fjármálum hins opinbera (PDF)

Samtök atvinnulífsins