Efnahagsmál - 

22. Júní 2008

Nauðsynlegt að breyta skipulagi Íbúðalánasjóðs

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Nauðsynlegt að breyta skipulagi Íbúðalánasjóðs

Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í samtali við fréttastofu Útvarps nauðsynlegt síðar meir að breyta skipulagi Íbúðalánasjóðs og afnema ríkisábyrgðina á skuldbindingum sjóðsins. Það eigi að vera tímabundin ráðstöfun að Íbúðalánasjóður hafi milligöngu um að útvega bönkum lausafé. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar á fasteignamarkaði muni milda áhrifin af þeim samdrætti sem framundan sé en fleira þurfi að gera. Það stefni í alvarlegan efnahagssamdrátt á komandi misserum og vaxtastigið sé alltof hátt. Ekki séu aðstæður fyrir svo gríðarlega aðhaldssama peningastefnu þegar stöðnunar og samdráttar gæti í samfélaginu. Lækka þurfi stýrivexti og huga að atvinnuuppbyggingu með því að fara að krafti í orkuframkvæmdir.

Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í samtali við fréttastofu Útvarps nauðsynlegt síðar meir að breyta skipulagi Íbúðalánasjóðs og afnema ríkisábyrgðina á skuldbindingum sjóðsins. Það eigi að vera tímabundin ráðstöfun að Íbúðalánasjóður hafi milligöngu um að útvega bönkum lausafé. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar á fasteignamarkaði muni milda áhrifin af þeim samdrætti sem framundan sé en fleira þurfi að gera. Það stefni í alvarlegan efnahagssamdrátt á komandi misserum og vaxtastigið sé alltof hátt. Ekki séu aðstæður fyrir svo gríðarlega aðhaldssama peningastefnu þegar stöðnunar og samdráttar gæti í samfélaginu. Lækka þurfi stýrivexti og huga að atvinnuuppbyggingu með því að fara að krafti í orkuframkvæmdir.

Sjá nánar:

Frétt RÚV

Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar frá 19. júní (PDF)

Samtök atvinnulífsins