Nauðsynlegt að auka sveigjanleika á vinnumarkaði

Atvinnumálaráðherrar OECD-ríkjanna funduðu á dögunum um stöðu og horfur í atvinnumálum í aðildarríkjunum, en atvinnuleysi fer vaxandi í þeim flestum. Fyrir fundinum lá yfirlýsing frá BIAC, ráðgjafarnefnd atvinnulífsins við OECD. Yfirlýsing BIAC var m.a. byggð á könnun sem gerð hafði verið meðal fyrirtækja í aðildarríkjum OECD. 

Nauðsynlegt að auka sveigjanleika á vinnumarkaði

Megin áhersluatriði fulltrúa atvinnulífsins er að efla þurfi samkeppnishæfni fyrirtækjanna og að ekki sé eftir neinu að bíða með kerfisbreytingar í þá veru, á tímum vaxandi atvinnuleysis. BIAC segir mikið atvinnuleysi í mörgum aðildarríkja OECD m.a. stafa af stífri vinnumarkaðslöggjöf, háum óbeinum launakostnaði, óhóflega ríkri uppsagnarvernd og rausnarlegum bótakerfum. Sum þessara atriða standi í vegi fyrir nýráðningum fyrirtækja og því sé nauðsynlegt að auka sveigjanleika á vinnumarkaði í viðkomandi ríkjum. Fyrirtæki þurfi að geta brugðist við breytingum á markaði, eftirspurn og samkeppni, en slíkar breytingar gerist nú hraðar en nokkru sinni fyrr. 

 

Sjá yfirlýsingu BIAC á vef nefndarinnar (pdf-skjal).