Námskeið um jafnréttismál

Jafnréttisstofa gengst á næstunni fyrir námskeiðum um jafnréttismál víðs vegar um landið, þar sem m.a. verður fjallað um gerð jafnréttisáætlana í fyrirtækjum. SA hafa haldið slík námskeið fyrir félagsmenn og ítarlegar leiðbeiningar er að finna á vinnumarkaðsvef SA, sem er opinn öllum félagsmönnum samtakanna.

Sjá nánar um jafnréttismál á vinnumarkaðsvef SA.

Sjá nánar um námskeið Jafnréttisstofu á heimasíðu stofunnar.