Vinnumarkaður - 

23. apríl 2008

Námskeið um gerð jafnréttisáætlana og framkvæmd þeirra

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Námskeið um gerð jafnréttisáætlana og framkvæmd þeirra

Samtök atvinnulífsins efna næstu vikur til námskeiða um jafnréttisáætlanir fyrirtækja, gerð þeirra og framkvæmd samkvæmt nýjum lögum um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna. Fyrsta námskeiðið verður haldið miðvikudaginn 30. apríl fyrir hádegi og er það ætlað stærri fyrirtækjum en þriðjudaginn 6. maí verður haldið námskeið ætlað minni fyrirtækjum. Um er að ræða vinnustofu þar sem þátttakendur taka virkan þátt en námskeiðin eru sniðin að þörfum þátttakenda hverju sinni og fyrirtækjum þeirra. Námskeiðin eru opin félagsmönnum SA.

Samtök atvinnulífsins efna næstu vikur til námskeiða um jafnréttisáætlanir fyrirtækja, gerð þeirra og framkvæmd samkvæmt nýjum lögum um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna. Fyrsta námskeiðið verður haldið miðvikudaginn 30. apríl fyrir hádegi og er það ætlað stærri fyrirtækjum en þriðjudaginn 6. maí verður haldið námskeið ætlað minni fyrirtækjum. Um er að ræða vinnustofu þar sem þátttakendur taka virkan þátt en námskeiðin eru sniðin að þörfum þátttakenda hverju sinni og fyrirtækjum þeirra. Námskeiðin eru opin félagsmönnum SA.

Leiðbeinendur eru Árný Elíasdóttir, Inga Björg Hjaltadóttir og Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir ráðgjafar hjá Attentus, mannauði og ráðgjöf.

Farið verður í eftirfarandi þætti:

  • Kröfur nýrra jafnréttislaga t.d. auknar kröfur um framkvæmd jafnréttisáætlana, dagsektir, afnám launaleyndar, opnari kæruleiðir, aukið eftirlit.

  • Jafnréttis- og framkvæmdaáætlanir sem hluti af stefnumiðaðri mannauðsstjórnun. Geta jafnréttis- og framkvæmdaáætlanir verið fyrirtækjum til virðisauka?

  • Vinnustofa um gerð jafnréttis- og framkvæmdaáætlana - praktísk úrvinnsla.

Áhugsamir tilkynni þátttöku með því að senda tölvupóst á sa@sa.is með nafni þátttakenda og dagsetningu námskeiðs.

Námskeiðin fara fram í Húsi atvinnulífsins á 6. hæð 30. apríl og 6. maí.

Þau hefjast kl. 8:30 og verður lokið kl. 11:30.

Samtök atvinnulífsins