Vinnumarkaður - 

22. febrúar 2023

Næsta verkfallahrina Eflingar kemur ekki til framkvæmda

Eyjólfur Árni Rafnsson

1 MIN

Næsta verkfallahrina Eflingar kemur ekki til framkvæmda

Áformuð verkföll Eflingar í ræstingu, öryggisgæslu og á hótelum munu ekki koma til framkvæmda 28. febrúar eins og boðað hafði verið. Engin tilkynning hefur borist Samtökum atvinnulífsins með verkfallsboðun og því er héðan af ekki hægt að boða verkfallið með lögbundnum sjö sólarhringa fyrirvara.

Þetta hefur ekki áhrif á yfirstandandi verkföll Eflingar. Sjá nánari upplýsingar um verkfall Eflingar .

Eyjólfur Árni Rafnsson

Formaður SA