1 MIN
Myndasafn: Aðalfundur samtakanna haldinn með glæsibrag
Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins fór fram í Sjálfstæðissalnum á Iceland Parliament Hotel síðastliðinn fimmtudag. Fundurinn var einkar vel sóttur og ríkti þar góð stemning meðal félagsmanna.
Á fundinum lét Eyjólfur Árni Rafnsson af störfum sem formaður samtakanna eftir átta ár. Eyjólfi var þökkuð farsæl og traust forysta á undanförnum árum.
Á fundinum voru kynntar niðurstöður úr kjöri nýs formanns og hlaut Jón Ólafur Halldórsson flest atkvæði. Metþátttaka var í atkvæðagreiðslu félagsmanna sem endurspeglar mikinn áhuga og þátttöku í starfi samtakanna.













































