Mónakó slær eigin evrumynt

Furstadæmið Mónakó er ekki aðili að ESB, en mun engu að síður taka upp evruna frá og með 1. janúar 2002, samhliða franska frankanum sem nú er gjaldmiðill landsins. Athygli vekur að Mónakó hefur samið við ESB um leyfi til að slá sína eigin evrumynt (en ekki til að prenta seðla), með mynd af Rainer fursta. Evrumyntin frá Mónakó verður þar með gjaldgeng á öllu evrusvæðinu, þrátt fyrir að Mónakó sé ekki aðildarríki ESB. Samningur þar að lútandi er tilbúinn til undirritunar, en "gjaldið" sem Mónakó greiðir fyrir samninginn er hertur róður gegn peningaþvætti. Um þetta er fjallað á fréttavef Financial Times.