Efnahagsmál - 

01. október 2008

Möguleikar á auknu samstarfi Íslands og ESB í orkumálum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Möguleikar á auknu samstarfi Íslands og ESB í orkumálum

Á fundi framkvæmdastjórnar SA með framkvæmdastjóra orkumála í ESB, Andris Piebalgs, setti hann fram nokkrar hugmyndir um aukið samstarf Íslands og ESB í orkumálum. Aðilar gætu átt samstarf í verkefnum í Afríku, unnið saman að notkun vetnis sem orkubera, lagt saman krafta í rannsóknum og þróunarstarfsemi og stuðlað sameiginlega að aukinni notkun jarðhita. Í ESB væru nokkur ríki sem byggju yfir ónýttum jarðhita og Ísland væri í fararbroddi í heiminum í nýtingu hans.

Á fundi framkvæmdastjórnar SA með framkvæmdastjóra orkumála í ESB, Andris Piebalgs, setti hann fram nokkrar hugmyndir um aukið samstarf Íslands og ESB í orkumálum. Aðilar gætu átt samstarf í verkefnum í Afríku, unnið saman að notkun vetnis sem orkubera, lagt saman krafta í rannsóknum og þróunarstarfsemi og stuðlað sameiginlega að aukinni notkun jarðhita. Í ESB væru nokkur ríki sem byggju yfir ónýttum jarðhita og Ísland væri í fararbroddi í heiminum í nýtingu hans.

Samtök atvinnulífsins