Efnahagsmál - 

10. Desember 2009

Misráðið að fjölga skattþrepum í virðisaukaskatti

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Misráðið að fjölga skattþrepum í virðisaukaskatti

Ríkisstjórnin áformar að almenna virðisaukaskattþrepið hækki úr 24,5% í 25% frá 1. janúar 2010 og nýtt 14% þrep verði tekið upp frá 1. mars 2010, en undir það falli sykurvörur og óáfengar drykkjarvörur ásamt sölu veitingahúsa og kaffihúsa. Samtök atvinnulífsins telja misráðið að fjölga skattþrepum í virðisaukaskatti. Aukið flækjustig í skattkerfinu auki kostnað fyrirtækja við innheimtu skattsins, bjóði heim hættu á undanskotum og auki kostnað skattyfirvalda við eftirlit. Samtökin telja eðlilegra að hækka neðra þrepið í staðinn til þess að ná þeim tekjumarkmiðum sem að er stefnt.

Ríkisstjórnin áformar að almenna virðisaukaskattþrepið hækki úr 24,5% í 25% frá 1. janúar 2010 og nýtt 14% þrep verði tekið upp frá 1. mars 2010, en undir það falli sykurvörur og óáfengar drykkjarvörur ásamt sölu veitingahúsa og kaffihúsa. Samtök atvinnulífsins telja misráðið að fjölga skattþrepum í virðisaukaskatti. Aukið flækjustig í skattkerfinu auki kostnað fyrirtækja við innheimtu skattsins, bjóði heim hættu á undanskotum og auki kostnað skattyfirvalda við eftirlit. Samtökin telja eðlilegra að hækka neðra þrepið í staðinn til þess að ná þeim tekjumarkmiðum sem að er stefnt.

Þetta kemur fram í umsögn SA til efnahags- og skattanefndar Alþingis um frumvarp til laga um ráðstafanir í skattamálum (virðisaukaskattur o.fl.), 239. mál. Í umsögninni segir:

"Fyrir rúmum tveimur árum náðist sá mikilvægi áfangi að öll matvara og óáfengar drykkjarvörur voru skattlagðar í sama þrepinu og jafnframt voru vörugjöld af þessum vörum afnumin. Samtökin telja mjög miður að horfið sé frá þessari stefnumörkun, fyrst með upptöku vörugjaldanna á þessu ári og síðan með upptökun hins nýja þreps. Sú leið sem farin er samkvæmt frumvarpinu mismunar innlendum framleiðendum og mun hafa neikvæð áhrif á atvinnustig þar sem eftirspurn eftir þessum vörum er mjög næm fyrir verðbreytingum. Þá felst í þessari leið mismunun milli veitingahúsa, sem lagt er til að verði í 14% þrepinu, og t.d. matvöruverslana sem selja heitan mat með 7% skatti.

Samtök atvinnulífsins leggja til að í stað vörugjalda á matvæli og óáfengar drykkjarvörur verði tekinn upp sykurskattur og hann útfærður samkvæmt tillögu Samtaka iðnaðarins. Tillaga SI er í stórum dráttum að vörugjald á sykur verði lagt á tollnúmer 1701 og 1702 í tolli, endurgreiðslukerfi til íslenskra framleiðenda vegna vörugjalda á hráefnum verði lagt af og að sykurskattur verði lagt á sykurinnihald í öllum innfluttum matvörum."

Sjá nánar:

Umsögn SA til efnahags- og skattanefndar Alþingis

Samtök atvinnulífsins