Vinnumarkaður - 

23. Nóvember 2006

Minnt á mikilvægi sveigjanleika á vinnumarkaði

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Minnt á mikilvægi sveigjanleika á vinnumarkaði

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur kynnt svokallaða grænbók sem ætlað er að auka umræður og skoðanaskipti aðila um hvernig hægt sé að þróa evrópska vinnumarkaðslöggjöf í þá átt að tryggja sveigjanleika jafnt sem öryggi á Evrópuvinnumarkaði. Ernest-Antoine Seilliére forseti UNICE, Evrópusamtaka atvinnulífsins, segir að þrátt fyrir tilraunir í gagnstæða átt, einblíni texti græna skjalsins enn of mikið á hvernig hægt sé að viðhalda núverandi störfum. Í staðinn ætti að leita leiða til þess að greiða fyrir sköpun nýrra starfa með auknum sveigjanleika á vinnumarkaði.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur kynnt svokallaða grænbók sem ætlað er að auka umræður og skoðanaskipti aðila um hvernig hægt sé að þróa evrópska vinnumarkaðslöggjöf í þá átt að tryggja sveigjanleika jafnt sem öryggi á Evrópuvinnumarkaði. Ernest-Antoine Seilliére forseti UNICE, Evrópusamtaka atvinnulífsins, segir að þrátt fyrir tilraunir í gagnstæða átt, einblíni texti græna skjalsins enn of mikið á hvernig hægt sé að viðhalda núverandi störfum. Í staðinn ætti að leita leiða til þess að greiða fyrir sköpun nýrra starfa með auknum  sveigjanleika á vinnumarkaði.

Í fréttatilkynningu leggja UNICE áherslu á að við þróun vinnumarkaðslöggjafar verði að taka tillit til umræðunnar um sveigjanleika. Sveigjanleiki og öryggi á vinnustað séu ekki tveir andstæðir pólar og að sveigjanleiki á vinnumarkaði sé eina leiðin til þess að skapa fleiri störf í Evrópu.

UNICE leggja jafnframt áherslu á að valdsvið til að þróa vinnumarkaðslöggjöfina liggi fyrst og fremst hjá aðilum á landsvísu.

Sjá nánar um grænbókina á vef framkvæmdastjórnar ESB.

Samtök atvinnulífsins