Efnahagsmál - 

06. júlí 2001

Minnkandi munur atvinnutekna

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Minnkandi munur atvinnutekna

Samkvæmt yfirliti Þjóðhagsstofnunar jókst tekjumunur atvinnutekna heldur á árunum 1988 til 1995, en síðan hefur tekjumunur minnkað, eins og sést á myndinni. Rétt er að benda á að myndin sýnir ekki laun, heldur tekjur fyrir mismikla vinnu og nær yfirlitið til allra framteljenda. Líklega veldur atvinnuleysi mestu um sveifluna, en það var mest um miðjan tíunda áratuginn, en er sáralítið núna. Undanfarin ár hafa atvinnutekjur fólks á höfuðborgarsvæðinu hækkað þó nokkru meira en tekjur annarra landsmanna.

Samkvæmt yfirliti Þjóðhagsstofnunar jókst tekjumunur atvinnutekna heldur á árunum 1988 til 1995, en síðan hefur tekjumunur minnkað, eins og sést á myndinni.  Rétt er að benda á að myndin sýnir ekki laun, heldur tekjur fyrir mismikla vinnu og nær yfirlitið til allra framteljenda.  Líklega veldur atvinnuleysi mestu um sveifluna, en það var mest um miðjan tíunda áratuginn, en er sáralítið núna.  Undanfarin ár hafa atvinnutekjur fólks á höfuðborgarsvæðinu hækkað þó nokkru meira en tekjur annarra landsmanna.

Þjóðhagsstofnun skoðar líka ráðstöfunartekjur sambýlisfólks á árunum 1995 til 1999.  Ráðstöfunartekjur eru þeir peningar sem fólk hefur sjálft handa á milli. Þarna bætast tekjur af eignum við atvinnutekjurnar, en skattar dragast frá.  Í yfirlitinu kemur fram að ráðstöfunartekjurnar urðu misjafnari á þessum árum. Ber þar ýmislegt til

  • Fjármagnstekjur jukust mikið á seinni hluta tímabilsins og féllu einkum hinum tekjuhærri í skaut.

  • Greiðslur lífeyrissjóða til sambýlisfólks í efri hluta tekjustigans jukust miklu meira en greiðslur sjóðanna til hinna.

  • Skattar hækkuðu mun meira á hjón í neðri hluta tekjustigans.

Í yfirliti Þjóðhagsstofnunar kemur einnig fram að árið 1997 dreifðust tekjur sambýlisfólks álíka mikið hér á landi og annars staðar á Norðurlöndum.

Samtök atvinnulífsins