Vinnumarkaður - 

13. júní 2003

Minnkandi atvinnuleysi

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Minnkandi atvinnuleysi

Í maímánuði síðastliðnum voru skráðir 116.419 atvinnuleysisdagar á landinu öllu sem jafngilda því að 5.298 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Þessar tölur jafngilda 3,6% af áætlun Efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytis um mannafla á vinnumarkaði í maí 2003, að því er fram kemur á heimasíðu Vinnumálastofnunar. Samkvæmt mælingum stofnunarinnar var atvinnuleysi 3,9% í apríl sl. en 2,5% í maí í fyrra. Atvinnuleysið fer því minnkandi, þótt það sé enn mun hærra en á sama tíma í fyrra.

Í maímánuði síðastliðnum voru skráðir 116.419 atvinnuleysisdagar á landinu öllu sem jafngilda því að 5.298 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Þessar tölur jafngilda 3,6% af áætlun Efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytis um mannafla á vinnumarkaði í maí 2003, að því er fram kemur á heimasíðu Vinnumálastofnunar. Samkvæmt mælingum stofnunarinnar var atvinnuleysi 3,9% í apríl sl. en 2,5% í maí í fyrra. Atvinnuleysið fer því minnkandi, þótt það sé enn mun hærra en á sama tíma í fyrra.

Líklegt að atvinnuleysið minnki í júní
Að sögn Vinnumálastofnunar batnar atvinnuástandið yfirleitt frá maí til júní, m.a. vegna árstíðasveiflu. Þá segir stofnunin framboð lausra starfa talsvert hafa aukist og því sé líklegt að atvinnuleysið minnki í júní og verði á bilinu 3,2% til 3,5%.

Sjá nánar á heimasíðu Vinnumálastofnunar.

Samtök atvinnulífsins