Fréttir - 

05. júní 2001

Minnka þarf skrifræðið innan ESB

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Minnka þarf skrifræðið innan ESB

Á ráðstefnunni komu fram miklar áhyggjur af flóknu regluumhverfi evrópskra fyrirtækja, sem einkum kemur niður á nýjum fyrirtækjum. Þannig kom fram að skrásetning nýs fyrirtækis getur þurft að fara fram í allt að 20 þrepum innan ESB. Frumkvöðlar eru nauðsynlegir allri efnahagslegri framþróun, en innan ESB er þeim nánast drekkt í skriffinsku, samanborið við t.d. Bandaríkin, að því er fram kom á ráðstefnunni. Sjá fréttatilkynningu UNICE af ráðstefnunni (pdf-snið).

Á ráðstefnunni komu fram miklar áhyggjur af flóknu regluumhverfi evrópskra fyrirtækja, sem einkum kemur niður á nýjum fyrirtækjum. Þannig kom fram að skrásetning nýs fyrirtækis getur þurft að fara fram í allt að 20 þrepum innan ESB. Frumkvöðlar eru nauðsynlegir allri efnahagslegri framþróun, en innan ESB er þeim nánast drekkt í skriffinsku, samanborið við t.d. Bandaríkin, að því er fram kom á ráðstefnunni. Sjá fréttatilkynningu UNICE af ráðstefnunni (pdf-snið).


 

Samtök atvinnulífsins