Samkeppnishæfni - 

24. ágúst 2001

Minni skriffinska í norsku atvinnulífi

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Minni skriffinska í norsku atvinnulífi

"Einfaldari Noregur" er heiti verkefnis sem norsk stjórnvöld hrundu af stað fyrir fáeinum árum, sem ætlað er að draga úr óþarfa skriffinskubyrði norsks atvinnulífs. Samtök atvinnulífsins í Noregi fylgjast grannt með gangi verkefnisins og í nýrri skýrslu samtakanna kemur fram að hreyfing sé nýlega komin á verkefnið að nýju eftir stöðnun í kjölfar stjórnarskipta. Sérstök áhersla er lögð á að skera niður kröfur til fyrirtækja um upplýsingagjöf af ýmsu tagi til hins opinbera, en jafnframt er markmiðið að einfalda ýmsa opinbera afgreiðslu, afnema úrelt lög og reglur, auðvelda yfirsýn fyrirtækja yfir viðeigandi ákvæði laga og reglugerða o.s.frv. Að sögn samtaka atvinnulífsins í Noregi er eftir miklu að slægjast, en skv. mati þeirra nemur skriffinskukostnaður norskra fyrirtækja alls um 300 milljörðum íslenskra króna á ári.

"Einfaldari Noregur" er heiti verkefnis sem norsk stjórnvöld hrundu af stað fyrir fáeinum árum, sem ætlað er að draga úr óþarfa skriffinskubyrði norsks atvinnulífs. Samtök atvinnulífsins í Noregi fylgjast grannt með gangi verkefnisins og í nýrri skýrslu samtakanna kemur fram að hreyfing sé nýlega komin á verkefnið að nýju eftir stöðnun í kjölfar stjórnarskipta. Sérstök áhersla er lögð á að skera niður kröfur til fyrirtækja um upplýsingagjöf af ýmsu tagi til hins opinbera, en jafnframt er markmiðið að einfalda ýmsa opinbera afgreiðslu, afnema úrelt lög og reglur, auðvelda yfirsýn fyrirtækja yfir viðeigandi ákvæði laga og reglugerða o.s.frv. Að sögn samtaka atvinnulífsins í Noregi er eftir miklu að slægjast, en skv. mati þeirra nemur skriffinskukostnaður norskra fyrirtækja alls um 300 milljörðum íslenskra króna á ári.

Samtök atvinnulífsins