Fréttir - 

18. desember 2014

Miklu meira aðhalds er þörf

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Miklu meira aðhalds er þörf

„Alþingi afgreiddi fjárlög ársins 2015 í vikunni. Gert er ráð að heildarútgjöld ríkissjóðs á árinu verði 650 milljarðar króna og að afgangur á rekstri ríkissjóðs verði 3,5 milljarðar króna. Það yrði annað hallalausa árið í röð, sem er fagnaðarefni þó það beri ekki vitni um aðhald í ríkisfjármálum.“ Þetta segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, í leiðara nýs fréttabréfs SA. Þorsteinn bendir á að árið 2014 er fjórða árið í röð með ágætan hagvöxt og því hafi tekjur ríkissjóðs aukist um 130 milljarða króna. „Útgjöld ríkissjóðs hafa að sama skapi aukist verulega og eru nærri 90 milljörðum króna hærri en 2012.“ Þorsteinn segir svo mikla aukningu útgjalda á aðeins þremur árum ekki bera vott um aðhald í ríkisfjármálum.

„Alþingi afgreiddi fjárlög ársins 2015 í vikunni. Gert er ráð að heildarútgjöld ríkissjóðs á árinu verði 650 milljarðar króna og að afgangur á rekstri ríkissjóðs verði 3,5 milljarðar króna. Það yrði annað hallalausa árið í röð, sem er fagnaðarefni þó það beri ekki vitni um aðhald í ríkisfjármálum.“ Þetta segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, í leiðara nýs fréttabréfs SA. Þorsteinn bendir á að árið 2014 er fjórða árið í röð með ágætan hagvöxt og því hafi tekjur ríkissjóðs aukist um 130 milljarða króna. „Útgjöld ríkissjóðs hafa að sama skapi aukist verulega og eru nærri 90 milljörðum króna hærri en 2012.“ Þorsteinn segir svo mikla aukningu útgjalda á aðeins þremur árum ekki bera vott um aðhald í ríkisfjármálum.

Alþingi afgreiddi fjárlög ársins 2015 í vikunni. Gert er ráð að heildarútgjöld ríkissjóðs á árinu verði 650 milljarðar króna og að afgangur á rekstri ríkissjóðs verði 3,5 milljarðar króna. Það yrði annað hallalausa árið í röð, sem er fagnaðarefni þó það beri ekki vitni um aðhald í ríkisfjármálum.

Árið 2014 er fjórða árið í röð með ágætan hagvöxt. Það endurspeglast í skatttekjum ríkissjóðs sem hafa aukist um nærri 130 milljarða króna séu fjárlög 2015 borin saman við ríkisreikning 2012. Útgjöld ríkissjóðs hafa að sama skapi aukist verulega og eru nærri 90 milljörðum króna hærri en 2012. Afkoma ríkissjóðs hefur því batnað. 35 milljarða halli var á rekstri ríkissjóðs árið 2012 samanborið við lítils háttar afgang sem áformaður er árið 2015. Hins vegar ber 90 milljarða króna útgjaldaauki á þremur árum ekki vott um aðhald í ríkisfjármálum. Þvert á móti virðist metnaður ríkisstjórnarflokkanna ekki ná lengra en að tryggja hallalaus fjárlög. Fjármunum, sem finnast umfram það, er umsvifalaust ráðstafað eins og glögglega mátti sjá þegar tekjuspá ríkissjóðs fyrir fjárlög var hækkuð um 10 milljarða króna í meðförum Alþingis.

Það er ekki nóg að ríkissjóður sé rekinn hallalaus. Ríkissjóður skuldar 1.500 milljarða króna auk þess sem ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar ríkisins eru á milli 600 og 700 milljarðar. Án metnaðarfullrar niðurgreiðslu skulda er þeim velt á börnin okkar. Að auki er svigrúm ríkissjóðs ekkert til að takast á við óvænt útgjöld eða niðursveiflu í efnahagslífinu. Á komandi árum og áratugum mun ríkissjóður  einnig mæta stórauknum útgjöldum í  heilbrigðis- og félagsþjónustu vegna fjölgunar eldri borgara. Við getum ekki velt bæði skuldasöfnun okkar og lífeyrisbyrði yfir á komandi kynslóðir. Á þessum vanda verður að taka af festu.

Til þess að unnt sé að grynnka á skuldum ríkissjóðs verður að reka hann með myndarlegum afgangi. Sé markmiðið það eitt að reka ríkið hallalaust á komandi árum í hagstæðu árferði felur það í sér áframhaldandi stjórnlausa aukningu ríkisútgjalda. Þá verður hvorki unnt að greiða niður skuldir né létta skattbyrði atvinnulífsins líkt og núverandi stjórnarflokkar hafa heitið.

Aðhald í ríkisútgjöldum þarf að verða meira á næstu árum – miklu meira.

Þorsteinn Víglundsson.

Fréttabréf SA: Af vettvangi í desember 2014

Tengt efni:

Ný greining efnahagssviðs SA: Fjárlög 2015: Hefur umfang ríkisins aukist til frambúðar?

Samtök atvinnulífsins